Dvöl - 01.04.1942, Side 48

Dvöl - 01.04.1942, Side 48
126 D VÖL átti hann heima í Reykjavík að mestu, og stundaði prentverk og fleira, en vann að ritstörfunum jafnframt. Hann lézt úr spönsku veikinni 18. nóvember á því herr- ans viðburðarríka ári 1918. Það er ekki á mínu færi, enda ekki ætlan mín, að rekja hér verk Guðmundar Magnússonar, enda ekki fljótgert, því að hann er einn afkastamesti rithöfundur síðari tíma hér á landi. Ég læt nægja að minnast á sögurnar um „Höllu“, eða Heiðarbýlissögurnar eins og þær oftast eru nefndar, en þær eru fimm talsins og aðalefni 1. og 2. bindis í hinu nýja ritsafni, svo sem að framan greinir. Þessar sögur eru aðalafrek G. M. og skipa honum á bekk með merkustu rithöfund- um hér á landi. Það er óhætt að fullyrða, að jafn gott verk sama efnis verður ekki héðan af unn- ið, því að svo segir enginn frá nema sá, sem reynt hefir. Það væri ómetanlegt tjón íslenzkri þjóðlífs- lýsingu, ef þessar bækur hefðu aldrei verið skrifaðar.* Bólu-Hjálmar hefir í ljóði túlkað raunir hinna fátæku á þessu landi með orðum Fjallkonunnar: Sjá nú hvað ég er beinaber, brjóstin visin og fölar kinnar. Eldsteyptu lýsa hraunin hér *) Um svipað efni hafa raunar fleiri vel ritað, t. d. Guðmundur Priðjónsson og Gunnar Gunnarsson í sögunni „Heiðar- harmur". hörðum búsifjum ævi minnar. Kóróna mín er heldur snjár, klömbrur hafísa mitt aðsetur. Þrautir mínar í þúsund ár þekkir guð einn og talið getur. Jón Trausti hefir í óbundnu máli tjáð hina sömu sögu eins og hann reyndi hana og spurði sem barn á áttunda og níunda tugi ald- arinnar sem leið. Það er að vísu ofmælt hjá dr. Stefáni Einarssyni, að Sléttan sé „einhver argasta harðindasveit vors óblíða lands“, og má því ekki vera ómótmælt. En um heiðarbýlin á afréttum Norð- austurlands mátti vafalaust segja eitthvað í þessa átt. Og einnig í lágsveitunum voru ísaárin sein- gleymd reynsla, svo sem samgöng- um og vetrarforða manna og skepna hefir verið háttað lengst af. Þessum sára þætti æsku sinnar og allra íslenzkra kynslóða vildi G. M. lýsa. í smásögunni „Vorharðindi", kemur fram, hvernig honum var innan brjósts, þegar hann vann að því að færa í letur minningar æsku sinnar. Hann segir svo:* „Um manneskjurnar ætti ég sem fæst að tala. Ef ég segði allt, sem satt er, myndu fáir trúa mér. Þar að auki myndi mér verða borið á brýn, að ég níddi landið og gerði *) Þetta er eigi svo að skilja, að sjálfir atburðirnir, sem lýst er í Heiðarbýlissög- unum, byggist á endurminningum höf- undarins. Þeir eru eflaust að mestu „skáldskapur" eða til tíndir eftir sögnuin úr ýmsum héröðum.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.