Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 48

Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 48
126 D VÖL átti hann heima í Reykjavík að mestu, og stundaði prentverk og fleira, en vann að ritstörfunum jafnframt. Hann lézt úr spönsku veikinni 18. nóvember á því herr- ans viðburðarríka ári 1918. Það er ekki á mínu færi, enda ekki ætlan mín, að rekja hér verk Guðmundar Magnússonar, enda ekki fljótgert, því að hann er einn afkastamesti rithöfundur síðari tíma hér á landi. Ég læt nægja að minnast á sögurnar um „Höllu“, eða Heiðarbýlissögurnar eins og þær oftast eru nefndar, en þær eru fimm talsins og aðalefni 1. og 2. bindis í hinu nýja ritsafni, svo sem að framan greinir. Þessar sögur eru aðalafrek G. M. og skipa honum á bekk með merkustu rithöfund- um hér á landi. Það er óhætt að fullyrða, að jafn gott verk sama efnis verður ekki héðan af unn- ið, því að svo segir enginn frá nema sá, sem reynt hefir. Það væri ómetanlegt tjón íslenzkri þjóðlífs- lýsingu, ef þessar bækur hefðu aldrei verið skrifaðar.* Bólu-Hjálmar hefir í ljóði túlkað raunir hinna fátæku á þessu landi með orðum Fjallkonunnar: Sjá nú hvað ég er beinaber, brjóstin visin og fölar kinnar. Eldsteyptu lýsa hraunin hér *) Um svipað efni hafa raunar fleiri vel ritað, t. d. Guðmundur Priðjónsson og Gunnar Gunnarsson í sögunni „Heiðar- harmur". hörðum búsifjum ævi minnar. Kóróna mín er heldur snjár, klömbrur hafísa mitt aðsetur. Þrautir mínar í þúsund ár þekkir guð einn og talið getur. Jón Trausti hefir í óbundnu máli tjáð hina sömu sögu eins og hann reyndi hana og spurði sem barn á áttunda og níunda tugi ald- arinnar sem leið. Það er að vísu ofmælt hjá dr. Stefáni Einarssyni, að Sléttan sé „einhver argasta harðindasveit vors óblíða lands“, og má því ekki vera ómótmælt. En um heiðarbýlin á afréttum Norð- austurlands mátti vafalaust segja eitthvað í þessa átt. Og einnig í lágsveitunum voru ísaárin sein- gleymd reynsla, svo sem samgöng- um og vetrarforða manna og skepna hefir verið háttað lengst af. Þessum sára þætti æsku sinnar og allra íslenzkra kynslóða vildi G. M. lýsa. í smásögunni „Vorharðindi", kemur fram, hvernig honum var innan brjósts, þegar hann vann að því að færa í letur minningar æsku sinnar. Hann segir svo:* „Um manneskjurnar ætti ég sem fæst að tala. Ef ég segði allt, sem satt er, myndu fáir trúa mér. Þar að auki myndi mér verða borið á brýn, að ég níddi landið og gerði *) Þetta er eigi svo að skilja, að sjálfir atburðirnir, sem lýst er í Heiðarbýlissög- unum, byggist á endurminningum höf- undarins. Þeir eru eflaust að mestu „skáldskapur" eða til tíndir eftir sögnuin úr ýmsum héröðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.