Dvöl - 01.04.1942, Side 49

Dvöl - 01.04.1942, Side 49
L) VÖL 127 of mikið úr harðindunum. Enginn veit til fullnustu, hvað það er að eiga bágt, nema sá, er sjálfur hef- ir reynt það. Hjá þessari móður- sjúku þjóð má ekkert satt segja — — — Ég hefi þó ekki þagað. Það, sem læknirinn segir í sögunni „Þorradægur", stendur á dýr- keyptri reynslu frá þessum árum.“ „Þorradægur“ eru síðasta sagan um „Höllu“ og stríð einyrkjanna í heiðinni. Fyrirvinna heimilis ligg- ur í skyrbjúg, fáeinum kindum,sem eftir eru af bústofninum, er bú- in jata í öðrum enda baðstofunnar. Það er ísavetur, kaldir, hvítir dag- ar og myrkar nætur. Veðurtepptir gestir breyta um hríð einmanalegu hreysi í höll, því að maður er manns gaman. Við brottför þeirra er sem sólin hverfi af grimmum vetrarhimni öræfanna. Húsfreyjan unga brýzt frá líki bónda síns í lítt færu veðri til að sækja hjálp til næstu mannabyggða. Tvö lítil börn, sem ekki skilja lífið, leika sér að völum og leggjum í fleti sínu, við dvínandi skímu dagsins og dreyma sig inn í dýrð sumarsins. Það þarf hart hjarta til að lesa þá sögu ósnortinn, svo fögur, sem hún er og þó hroðaleg í nekt sinni. Og á eftir kemur sagan um það, sem á vorum dögum er kallað „flóttinn úr sveitinni“, en Jón Trausti myndi hafa kallað óttann við einveruna. Jón Trausti lifði hinn síðasta ísa- vetur, sem komið hefir yfir þetta land. Þá átti hann heima við auð- an sæ suðurstrandarinnar. Síðan er liðinn nærri aldarfjórðungur, án þess að „landsins forni fjandi“ hafi vitjað íslenzkra stranda svo að telja megi. Fáir láta sér í hug koma, að þeim h§rnaði sé þar með af létt til frambúðar. En margt er nú breytt frá því, er Jón Trausti hlaut bernskukynni sín af lífsbar- áttunni í sveitum þessa lands. Mörgu er þar snúið til betra vegar, og sjálfsagt myndu flestir hugsa sig um tvisvar, áður en þeir af frjáls- um vilja hyrfu til fyrri hátta, þó margt sé nú spjallað um gildi þess, sem áður var. En þeir af hinni ungu kynslóð, sem rétt vilja vita, og skilja vilja sögu feðra og mæðra og þeirra foreldris, og þá jafn- framt sinn eigin uppruna, verja vel þeim tíma, sem í það fer að lesa sögur Jóns Trausta um heiðarbýlin, og hin löngu þorradægur. Dómari í Bandaríkjunum kom á fund svertingja, er sat í fangelsi. „Á morgun verð ég að láta hengja yður“, sagði hann. „Mér þykir það ákaf lega leitt. En ég vil gera yður síðustu stundirnar ánægjulegar. Veljið yður síð- ustu máltíðina — hvað sem yður langar í. Hvað haldið þér að yður langi mest í?“ Hinn dæmdi maður hugsaði sig um. „Ég held að mig langi mest í góða vatnsmelónu." „En vatnsmelónur fást ekki fyrr en eftir fjóra eða fimm mánuði.“ „Ja, ég get nú beðið", svaraði svert- inginn hógværlega.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.