Dvöl - 01.04.1942, Síða 53
D VÖL
131
Milli mála
Eftir Gnðmnnd Friðjóiisson
AÐ ER MARGT, sem fer milli
mála, til dæmis það, hvað
skáldum sé fyrir beztu.
Jónas Jónsson lét í veðri vaka í
ræðu þeirri, sem hann helgaði mér
— í útvarpi — á sjötugsafmæli
mínu, að sú aðstaða, sem mér
hlotnaðist, ævilöng í heimahög-
unum, muni hafa staðið mér lítt
eða ekki fyrir andlegum þrifum.
Sigurður Nordal kemst að sams-
konar niðurstöðu um St. G. St. í
formála að úrvali kvæða skáldsins,
sem flúði til andvökunnar til
ljóðagerðar.
Ég ætla í þessu greinar-kríli
að láta St. G. svara fyrir okkur
báða, og er eigi svo að skilja, að
í þessu tiltæki felist mannjöfnuð-
ur okkar í milli.
komið fyrir. Hvers vegna átti hann
þá að lifa lengur í þessum heimi.. ?
Karlinum tók að hnigna . . hann
lagðist rúmfastur. Trúaðir karlar
og kerlingar sátu einatt við rúm-
stokk hans og héngu yfir honum
vikurnar, sem hann lá veikur, mas-
andi aftur og fram af nasvísi og
þekkingu um eilífðarmálin. Pró-
ventukarlinn hlustaði og samsinnti
oftlega. Hressilegt skap verður
líka oft bljúgt við hinn framandi
þröskuld dauðans. Vafalaust frels-
aðist sál karlsins til fagnaðar hins
St. G. gat þess eitt sinn í bréfi
til mín, að hann hefði orðið að
rækja ljóðagerð sína með fjósverk-
unum, á næturþeli, og þegar ill-
viðri bönnuðu honum akuryrkju.
Slík tækifæri eru svo óskáldleg
sem mest má verða. Það þori ég að
fullyrða.
Menntun sína þurfti St. G. að
sækja undir það högg, sem hann
túlkar í þessari vísu:
Ég gat hrifsað henni af
hratið, sem hún vék mér,
meðan lúinn makrátt svaf,
meðan kátur lék sér.
Um Kolbein, sem kvaðst á við
óvin mannanna, segir St. G. og er
sú umsögn undir niðri um hann
sjálfan, andvöku-Bragann:
hæsta, en það er líka áreiðanlegt,
að á himnum hefir honum verið
búið óvænt yndi með því að lána
honum utan um sál sína þrekleg-
an líkama og sterka vöðva.
Próventukarlinum var fylgt til
grafar. Og húsbændurnir höfðu á-
stæðu til að finna til léttis fyrir
brjóstinu og núa saman höndun-
um. Drottinn reynir kannske á
þolrifin, en hann stýrir þó öllu til
bezta vegar og gerir þeim!, sem
óttast hann og vegsama, ferðina
giftudrjúga.