Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 54

Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 54
132 DVÖL . .Hann kunni þá list, sem er fáum hent, aS lepja upp mola af lífsins stig, en láta ekki baslið smækka. Fáum tekst að verða, sem dæmd- ir eru til að „nurla“ á landi, höfð- ingjar, og því síður stórhöfðingjar. Lúi er eigi heldur til þess fall- inn, að gera stórskáld úr sessu- naut sínum. „Giktin — og syndin — hefti gangtól" Bólu-Hjálmars, að sjálfs hans sögn, eftir að hann „sneið úr veggjum þarfleg þök, þrýsti veggjum saman“. Lúi og þreyta úthýsa andagift, miklu oftar en hitt, að þau sýni henni gestrisni. Þetta má sanna, þegar um St. G. er að ræða. Ártöl- in við kvæði hans í Andvökum sýna það, að hann kveður fá kvæði og eigi markverð, frá því að hann kemur til Vesturheims 1874 og til 1890. Orsökin er augljós: Á þeim árum ryður hann sér til rúms þrem sinnum á nýju og ó- byggðu landi. Flest skáld eru bezt fallin til afreka frá tvítugsaldri til fimmtugs. Nærri má geta um svo hugumfrjóvan mann sem St. G. reyndist þangað til hann var sjötíu ára, að þögn hans milli tvítugs og fertugs, stafar af lúa og tómstundaskorti. Þrándur sá í götu getur eigi leikið á tveim tungum. Tölurnar sanna, að skáldgáfa St. G. fær eigi það undanbragð að geta orðið andvaka. Eigandi gáfunnar er svo miklum önnum kafinn frá því að hann er tvítugur og þangað til hann er fertugur, að honum verð- ur ekki ljóð á tungu. Þegar þessa er gætt, verður það eigi torskilið, að St. G. er eigi hátt- slyngur að sama skapi sem hann er djúpúðigur. Hann yrkir flest öll kvæði sín á þeim aldri, sem fjörspor æskumannsins eru að baki hans. „Lítið til fuglanna í loftinu“ og gaumgæfið þeirra vinnubrögð.Hve- nær syngja þeir fegurst? Á vorin, þegar vel viðrar og þeir eru hug- fangnir af ástúð. Þar er náttúran sjálf „með í spilinu". Sumir fugl- ar syngja með vængjunum, til dæmis hrossagaukur — á vorin, ekki á haustin. Skáldin þyrftu að sæta þeim kjörum, að þau gætu verið í vor- hug, svo að þeim væri „létt um vik“. Lúi og andvaka geta gert skáld að spekingi, en varla munu þau geta skapað léttvígan lista- mann. Vinnuþrælar dugðu ekki til í- þrótta á víkingaöldinni. En þeir menn gátu drýgt fimleika, sem áttu þess kost að hlífa sér við vinnubrögðum. Gáfaðir menn, t. d. Jónas Jóns- son og Sigurður Nordal, geta fært líkur að því, að lúinn bóndi mundi eigi hafa betur kveðið né orðið fjölskrúðugri, þó að hann hefði verið með höfðingjum og átt þess völ, að leika sér úti um lönd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.