Dvöl - 01.04.1942, Síða 55

Dvöl - 01.04.1942, Síða 55
D VÖL 133 Tungumjúkur maður getur á einni og sömu eykt „sannað“, að Guð sé til og að hann geti ekki verið til. Sigurður Fáfnisbani var langtal- aður á þingum — segir sagan — og svo orðfær, „at þat eina þótti rétt, er hann mælti“. Þessa, í rauninni hálfkveðnu vísu, má botna þannig, að þeir, sem hlýddu og horfðu á Fáfnisbanann, voru svo hugfangn- ir af honum, að hann gat vafið þeim um fingur sér.Þegar svo geng- ur, er leiðtoginn orðinn að átrún- aðargoði mannfjöldans, sem þá og þar er um að tefla. Það er sagt, að hver mús haldi, „að verst sé í sinni holu“. Sá fisk- ur liggur undir steini þarna, að hver maður sé óánægður með sitt hlutskipti. — Ég mætti eitt sinn Einari Bené- diktssyni við Austurvöll, vorum báðir á leið til steinsins, þar sem Alþing var háð. Einar spurði mig tíðinda utan af Leirunni minni og ég bað hann að segja mér fréttir sunnan úr löndum. Báðir vörðust allra frétta. Þá varð mér þetta að orði: „Mikið öfunda ég þig, Einar, af þínu hlutskipti, að vera tímum saman suður í löndum, sjá þá víðu veröld, og kynnast margs konar mönnum, grípa þar á lofti skáld- skaparefni, sem ekki eru hér á neinu strái.“ Einar leit þá á mig og svaraði í lægri tón en hann var vanur að beita: „Ég er eigi viss um, Guðmundur, að þú hafir ástæðu til að öfunda mig, þegar öllu er á botninn hvolft. Fár veit, hverju fagna skal.“ Að svo mæltu hvessti hann rödd- ina og fór þá út í aðra sálma. Einar var orðinn roskinn maður, þegar við áttum þessi orðaskipti, og farinn að hneigjast til þeirrar trúar, eða skoðunar, að mennirn- ir gætu lifað svo hundruðum ára næmi, ef þeir ástunduðu alla ævi heilagt líferni. Manninum er á- sköpuð löngun til langrar ævi og hann segir við sjálfan sig — eða upphátt, þegar sér í tvo heimana, það sem maðurinn mælti á Sturl- ungaöld, sá sem var leiddur undir öxarmunn: „Gott væri að lifa lengur“. Lífið er fagurt, þegar vel gengur klyfjabandið. Og sumum mönnum þykir máli skipta, að bæta ráð sitt, þ. e. a. s. gera betur á morgun en í gær. „Drengir eru vaskir menn og batnandi", segir Snorri Sturluson. Þetta er svo að skilja, að þeir menn séu dreng- skaparmenn, sem vaxa og batna með aldrinum. St. G. St. byrjar sitt ljóðræn- asta kvæði með þeim hætti, að hann varpar af sér fargi lúans og brýnir aðra menn, sem þreyttir eru, til þess að brjóta af sér fjöt- ur þann, sem þreyta og lúi skapa, og okið, sem þau leggja á undir- sáta sína. Röddin er óvenjulega hljómfögur:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.