Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 55
D VÖL
133
Tungumjúkur maður getur á einni
og sömu eykt „sannað“, að Guð sé
til og að hann geti ekki verið til.
Sigurður Fáfnisbani var langtal-
aður á þingum — segir sagan — og
svo orðfær, „at þat eina þótti rétt,
er hann mælti“. Þessa, í rauninni
hálfkveðnu vísu, má botna þannig,
að þeir, sem hlýddu og horfðu á
Fáfnisbanann, voru svo hugfangn-
ir af honum, að hann gat vafið
þeim um fingur sér.Þegar svo geng-
ur, er leiðtoginn orðinn að átrún-
aðargoði mannfjöldans, sem þá og
þar er um að tefla.
Það er sagt, að hver mús haldi,
„að verst sé í sinni holu“. Sá fisk-
ur liggur undir steini þarna, að
hver maður sé óánægður með sitt
hlutskipti. —
Ég mætti eitt sinn Einari Bené-
diktssyni við Austurvöll, vorum
báðir á leið til steinsins, þar sem
Alþing var háð. Einar spurði mig
tíðinda utan af Leirunni minni og
ég bað hann að segja mér fréttir
sunnan úr löndum. Báðir vörðust
allra frétta. Þá varð mér þetta að
orði:
„Mikið öfunda ég þig, Einar,
af þínu hlutskipti, að vera tímum
saman suður í löndum, sjá þá víðu
veröld, og kynnast margs konar
mönnum, grípa þar á lofti skáld-
skaparefni, sem ekki eru hér á
neinu strái.“
Einar leit þá á mig og svaraði í
lægri tón en hann var vanur að
beita:
„Ég er eigi viss um, Guðmundur,
að þú hafir ástæðu til að öfunda
mig, þegar öllu er á botninn
hvolft. Fár veit, hverju fagna
skal.“
Að svo mæltu hvessti hann rödd-
ina og fór þá út í aðra sálma.
Einar var orðinn roskinn maður,
þegar við áttum þessi orðaskipti,
og farinn að hneigjast til þeirrar
trúar, eða skoðunar, að mennirn-
ir gætu lifað svo hundruðum ára
næmi, ef þeir ástunduðu alla ævi
heilagt líferni. Manninum er á-
sköpuð löngun til langrar ævi og
hann segir við sjálfan sig — eða
upphátt, þegar sér í tvo heimana,
það sem maðurinn mælti á Sturl-
ungaöld, sá sem var leiddur undir
öxarmunn: „Gott væri að lifa
lengur“. Lífið er fagurt, þegar vel
gengur klyfjabandið. Og sumum
mönnum þykir máli skipta, að
bæta ráð sitt, þ. e. a. s. gera betur
á morgun en í gær. „Drengir eru
vaskir menn og batnandi", segir
Snorri Sturluson. Þetta er svo að
skilja, að þeir menn séu dreng-
skaparmenn, sem vaxa og batna
með aldrinum.
St. G. St. byrjar sitt ljóðræn-
asta kvæði með þeim hætti, að
hann varpar af sér fargi lúans og
brýnir aðra menn, sem þreyttir
eru, til þess að brjóta af sér fjöt-
ur þann, sem þreyta og lúi skapa,
og okið, sem þau leggja á undir-
sáta sína. Röddin er óvenjulega
hljómfögur: