Dvöl - 01.04.1942, Síða 56

Dvöl - 01.04.1942, Síða 56
134 D VÖL Hver er allt of uppgefinn eina nótt að kveða og vaka, láta óma einleikinn auðveldasta strenginn sinn, leggja frá sér lúðurinn, langspilið af hillu taka! Hver er allt of uppgefinn eina nótt að kveða og vaka? Það kemur í ljós síðar í þessu kvæði, að íslenzk vornótt yngir St. G. — ást hennar, svo að hann leikur á als oddi. Og í þeirri andrá kallar hann á frónskan lækjarnið til fulltingis rödd sinni. „Þar hafa þeir „hitann úr“, sagði álfkona, ef ég man rétt. Þó að St G. gæti orðið svo söngv- inn — undir guðvefjar-skikkju- blaði vordísar í „nóttlausri vor- aldar veröld“, sem þetta kvæði sýnir, má með sanni segja, að hann fer eigi á þessháttar kost- um að jafnaði. Þegar andvakan byrjar í húsi hans, „og jörðin vor hefir sjálfa sig frá sól inn í skuggana elt“, hefir hann þá sögu að segja, að þreytan liggur á honum eins og mara, milli náttmála og dagmála: Og lífsönnin dottandi í dyrnar er sezt, sem daglengis vörður minn er, og styggði upp léttfleygu ljóðin mín öll, svo liðu þau sönglaus frá mér, og vængbraut þá hugsun, er hóf sig flugs og himinninn ætlaði sér. Þessi skriftamál verða eigi vé- fengd. St. G. veit og viðurkennir, að hann er bandingi vinnulúans og að Ijóðagerð hann dregur dám af þeim sessunaut. Hann gerir hana þunglamalega, heldur henni niðri — hamlar henni frá háfleygi, rænir hana léttleik. Þess vegna verða mörg kvæði hans „milli les- máls og ljóða“, „blaðagreinar í rími“, að sjálfs hans sögn. Þetta er eigi mælt til þess að varpa skugga á skáldið, heldur til hins, að gefa mönnum áminning, sem láta í veðri vaka, að einyrkja- búsýsla sé til þess fallin að skapa afreksmenn á sviði bókmennta. Það munu þeir skilja í gröfum sínum, Sturla og Snorri, Hómer og Dante, Goethe og Shakespeare, og önnur afburða skáld, sem lifðu við allsnægtir og sluppu við að vera „kerra, plógur, hestur.“ Hverfleikinn hefur jafnan verið mönnunum íhugunarefni og skáld- unum yrkisefni. Á gamlan ask, sem geymdur mun vera í þjóð- mynjasafninu, er rist þessi vísa um fallvaltleik lífsins: Kalla ég hræri kroppinn önd, kortur er máti settur, eins og skerborð, reist á rönd rambar þar til dettur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.