Dvöl - 01.04.1942, Síða 57
D VÖL
135
llin liTÍta borg á dö^nm frliiarliis
Eftir Jón Helgason
I.
YRIR FJÓRUM ÁRUM, meðan
enn hélzt friður víðast og fólk
leit meira með von en ugg til fram-
tíðarinnar, átti ég þess kost að
dvelja nokkra vordaga í Helsing-
fors, hinni hvítu borg Norður-
landa, eins og höfuðstaður Finn-
lands er löngum nefndur. Mér er
ekki fyllilega ljóst hvaða rök liggja
til þess, en síðan er mér þessi borg
hugfólgnari öðrum erlendum borg-
um. Ég er jafnan síðan lostinn
geig og kvíða, er ég heyri sagt frá
loftárásum óvina á finnskar "borgir,
þótt mönnum sé annars orðið
tamt að láta stríðsfréttir og styrj-
aldarþref úr fjarlægð lítt á sig fá.
Þótt ég dveldi aðeins skamma
hríð í Helsingfors, eru mér ótal
myndir þaðan ávallt ferskar í
minni. Svipur borgarinnar og svip-
ur fólksins hefir ekki máðst úr
huga mér. Mikill gróandi, vorhug-
ur og athafnalíf var eitt af þeim
einkennum, sem gestsauga gat ekki
dulizt.
Á þessum árum var víða um lönd
atvinnuleysi og þröngt í búi verka-
lýðsins, þar á meðal á íslandi. En
í Helsingfors var blómlegt atvinnu-
líf, mikil umsvif og oft hörgull á
verkamönnum. Konur gegndu
margvíslegum störfum, sem karl-
menn sinntu eingöngu eða að mestu
leyti í öðrum löndum, til dæmis
við samgöngur og póstmál, við-
skipti og jafnvel byggingar. í sum-
um landbúnaðarhéröðum Finn-
lands plægði kvenfólk akrana, ef
svo bar undir. Hver stórfram-
kvæmdin rak aðra, eins og til dæm-
is flugvöllurinn og íþróttavangur-
inn í Helsingfors, sem hvorttveggja
eru hinar ágætustu mannvirki á
Norðurlöndum, sinnar tegundar.
Þrátt fyrir þær kvaðir, sem
finnska þjóðin og íbúar Helsing-
forsborgar lögðu á sig fyrir fram-
tíðina, ól þó þorri fólks í brjósti
dulinn grun um eitthvað illt, sem
kynni yfir að vofa. Um langan ald-
ur hafði Finnland verið undirokað
af voldugri nágrönnum sínum og
oft verið leikvangur harðvítugrar
baráttu þeirra í millum. Þá höfðu
Finnar orðið að færa þungar fórn-
ir. Og þótt þeir tryðu mjög á mátt
sinn og megin, datt fáum í hug, að
frelsið myndi verða eins og eilíf
náðarsól, sem skini yfir land þeirra,
án þeirra tilverknaðar. Landst j órnin
lagði því mikið kapp á herbúnað.
Hitt var þó enn gleggra vitni um
þenna dulda ugg, og þá ekki síð-
ur um trú fólksins á hamingju
sína og mátt til að verjast hinum
voldugustu óvinum, hve einstakl-