Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 57

Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 57
D VÖL 135 llin liTÍta borg á dö^nm frliiarliis Eftir Jón Helgason I. YRIR FJÓRUM ÁRUM, meðan enn hélzt friður víðast og fólk leit meira með von en ugg til fram- tíðarinnar, átti ég þess kost að dvelja nokkra vordaga í Helsing- fors, hinni hvítu borg Norður- landa, eins og höfuðstaður Finn- lands er löngum nefndur. Mér er ekki fyllilega ljóst hvaða rök liggja til þess, en síðan er mér þessi borg hugfólgnari öðrum erlendum borg- um. Ég er jafnan síðan lostinn geig og kvíða, er ég heyri sagt frá loftárásum óvina á finnskar "borgir, þótt mönnum sé annars orðið tamt að láta stríðsfréttir og styrj- aldarþref úr fjarlægð lítt á sig fá. Þótt ég dveldi aðeins skamma hríð í Helsingfors, eru mér ótal myndir þaðan ávallt ferskar í minni. Svipur borgarinnar og svip- ur fólksins hefir ekki máðst úr huga mér. Mikill gróandi, vorhug- ur og athafnalíf var eitt af þeim einkennum, sem gestsauga gat ekki dulizt. Á þessum árum var víða um lönd atvinnuleysi og þröngt í búi verka- lýðsins, þar á meðal á íslandi. En í Helsingfors var blómlegt atvinnu- líf, mikil umsvif og oft hörgull á verkamönnum. Konur gegndu margvíslegum störfum, sem karl- menn sinntu eingöngu eða að mestu leyti í öðrum löndum, til dæmis við samgöngur og póstmál, við- skipti og jafnvel byggingar. í sum- um landbúnaðarhéröðum Finn- lands plægði kvenfólk akrana, ef svo bar undir. Hver stórfram- kvæmdin rak aðra, eins og til dæm- is flugvöllurinn og íþróttavangur- inn í Helsingfors, sem hvorttveggja eru hinar ágætustu mannvirki á Norðurlöndum, sinnar tegundar. Þrátt fyrir þær kvaðir, sem finnska þjóðin og íbúar Helsing- forsborgar lögðu á sig fyrir fram- tíðina, ól þó þorri fólks í brjósti dulinn grun um eitthvað illt, sem kynni yfir að vofa. Um langan ald- ur hafði Finnland verið undirokað af voldugri nágrönnum sínum og oft verið leikvangur harðvítugrar baráttu þeirra í millum. Þá höfðu Finnar orðið að færa þungar fórn- ir. Og þótt þeir tryðu mjög á mátt sinn og megin, datt fáum í hug, að frelsið myndi verða eins og eilíf náðarsól, sem skini yfir land þeirra, án þeirra tilverknaðar. Landst j órnin lagði því mikið kapp á herbúnað. Hitt var þó enn gleggra vitni um þenna dulda ugg, og þá ekki síð- ur um trú fólksins á hamingju sína og mátt til að verjast hinum voldugustu óvinum, hve einstakl-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.