Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 58
136
ingarnir sjálfir lögðu gífurlega
mikið kapp á að æfa sig í því, er
að haldi gæti komið í ófriði. Má
þar nefna „Lottu“-hreyfinguna
meðal kvenna og skotæfingafélög
karlmanna, og jafnvel gervalla í-
þróttastarfsemina í landinu.
Þessi beygur var ekki ástæðu-
laus, eins og síðar kom á daginn.
En um það ætla ég ekki að ræða
hér. Mig langar miklu fremur til
þess að leiða hugann burt frá
vopnabraki og skotdrunum og virða
fyrir mér einn eða fáa drætti í
svip „hinnar hvítu borgar“ eins
og hún var, áður en skuggann af
heimsvaldabaráttu stórveldanna
lagði yfir torg hennar og stræti,
meðan enn var fritt í Kirjálabotni
og Finnlandsflóa.
II.
Helsingfors er í Nýlandi á nesi
ekki stóru við Finnlandsflóa. Hafn-
arvirki borgarinnar eru aðallega
við þrjár víkur: Sandvíkurhöfn,
vestan á nesinu, svonefnd Syðri-
höfn og Nyrðrihöfn austan þess.
Skilur klettahæð, er Kronbárg
heitir og allstór tangi, Skatudde,
á milli Syðrihafnar og Nyrðri-
hafnar. Norðan á tanganum er
flotastöð, og áður var einnig flug-
völlur og flughöfn þar á nesinu.
í stórum dráttum er svo hagað
hafnarnotum, að Sandvíkurhöfn er
ætluð vöruflutningaskipum, Syðri-
höfn fiskibátum, strandferðabát-
um og skerjagarðsbátum ogNyrðri-
höfn farþegaskipum, lystisnekkj-
D VÖL
um og strandferðabátum ýmsum,
sem eru til fólksflutninga, auk þess
sem flotinn hefir þar bækistöð
með tilheyrandi hervörzlu og um-
ferðartálmunum.
Við Syðrihöfnina er allstórt torg,
líklega um 200 metra langt, er
Sölutorg er nefnt. Segja víðförlir
og fróðir menn, að Sölutorgið í
Helsingfors eigi vart sinn líka, hvar
um heim sem leitað sé. Verður því
hér að nokkru lýst, þótt sú mynd,
sem ég get brugðið upp af torginu
og lífinu þar, verði „svipur hjá
sjón“, og ekki meira, jafnvel þótt
ég njóti aðstoðar þeirra, er kunna
tökin á lifandi lýsingum.
Við skulum gera okkur í hugar-
lund, að það sé morgunn í maí.
Sólin skín á heiðum himni; trén á
Esplanaden, vestan torgsins, og við
þýzku kirkjuna, austan Skatudds-
brúarinnar, eru komin í sumar-
skrúða. Stórhýsin norðan við torg-
ið eru böðuð í sólskini. Þar er drif-
hvítt ráðhúsið, sænska sendiráðs-
höllin, aðsetur utanríkismálaráðu-
neytisins og austast, næst Skat-
uddsbrúnni, forsetahöllin. Sunnar-
lega á torginu og vestarlega er
Havis Amanda, fögur líkneskja
eftir myndhöggvarann Ville Vall-
gren. Umhverfis fótstall gyöjunnar
er hvelfd vatnsskál, og liggja fjórir
höfrungar á skálarbörmunum og
úða vatni niður í skálina með létt-
um kliði. Allmiklu austar, framan
við sendisveitarbústaðinn sænska,
rís stór steinvarði, sem á blóma-
tímum rússnesku keisaradæmisins