Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 59

Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 59
D VÖL 137 var reistur til dýrðar Alexöndru keisaradrottningu og minningar um komu hennar til Helsingfors. Fyrr- um prýddi rússneski keisaraörn- inn þenna varða, en er Finnland fékk frelsi, var hann höggvinn brott. Utan við hafnarvíkina eru Blekhólm’arnir og Rússahólmi og loka útsýn til skerjagarðs og hafs. Það er þó ekki stórbyggingar né listaverk, linditré né landsfegurð, er gefa Sölutorgið hinn sérkenni- lega svip. Það er lífið: iðandi kös af fólki og farartækjum og kynstur af lífsnauðsynjum. í hverri dokk og við hverja bryggju er ótrúleg mergð báta. Sporvagnar bruna fram og aftur. Sjálft torgið er einn markaðsstaður, og þar er á boð- stólum flest það, sem fólk þarf sér til lífsframfæris. Hér er vagn við vagn, karfa við körfu, sölufólk í löngum röðum um þvert og endi- langt torgið. Húsmæður og við- skiptavinir koma í löngum lestum með körfur á handlegg — koma og fara án afláts. Undir röndótt- um sólhlífum vöruvagnanna liggja girnilegir ávextir, vörur frá ótal löndum: Kanaríeyjum, Hollandi, býzkalandi, Danmörku. Niðri á bryggjum húka fisksölukerlingar hieð glænýjan fisk í kæliskápum, og í þröngum vatnskössum synda bfandi fiskar í iðandi kös og japla í sífellu. Annars staðar liggja skraut- blóm á borðum, og blómapottum er raðað í þéttar hvirfingar og úngan fyllir loftið. Alls staðar er háreysti og þvarg, þref og prútt. Dúfur flögra um og kurra, máfar og kríur sveima yfir og garga, soltn- irog lúpulegir hundar skjótast milli sölustallanna og vagnanna í matar. leit. Bjöllum er hringt í sporvögn- unum og blásið til brottlögu á hafnarbátunum. Þannig er lífið á Sölutorginu við Syðrihöfnina í Helsingfors í maí, í þann mund, sem morgunkulið tekur að leggja inn sundin. Hver sá, er leið á um Sölutorg- ið á slíkum morgni, skyldi hafa augun hjá sér, eins og gefur að skilja í annarri eins ös. Þá tjóar ekki að álpast áfram í blindni í heimspekilegum hugleiðingum um þá undarlegu farvegu, sem lífið velur sér. Þá kynni að henda, að hryssingsleg rödd einhverrar sölu- kerlingarinnar vekti mann af mók- inu: „Ætlarðu að ganga ofan í eggja- körfuna mína, maður?“ Það þyrfti engan að undra, þótt hún væri höstug í máli, því að nokkuð erí húfi fyrir hana og skap- ferli eggjasölukerlinga að sínu leyti eins viðkvæmt og veikt skurn- ið á eggjum þeirra. En sé varúð viðhöfð og ekki álpast á hvað, sem fyrir er, og ekki þrefað úr hófi fram um það, hvort eggin séu áreiðan- lega nýorpin eða kannske jafnvel fúl, eins og hérna á dögunum, þá kemur á daginn, að þetta eru ást- úðlegustu kerlingar, sem vilja leysa hvers manns þörf á því sviði, sem þær starfa. Og horfið bara gaum- gæfilega á þetta sölufólk á torg-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.