Dvöl - 01.04.1942, Side 60
138
DVÖL
inu: Bústnar kerlingarnar, varla
faðmtækar meðalmanni, góðlát-
lega og pervisna karlana, sem
tæpast virðast við fyrstu sýn jafn-
okar kvenfólksins, en reynast þó
laundrjúgir, þegar til á að taka,
og fiskimennina með glitrandi
hreistur í hári og skeggi, — þetta
er sómafólk, sem gerir sér allt far
um að selja góðar vörur við lágu
verði. En því rennur kannske hálf-
vegis í skap við illgjarnt fólk og
tortryggið, sem vænir það um aö
selja skemmdar vörur og þrefar
og þrakkar tímunum saman um
tvö eða þrjú mörk. Beri slíkt við,
þusar stundum langreynd sölukerl-
ing eitthvað í barm sér, ekki sízt,
ef kvenmaður á í hlut. Hún ávarp-
ar þó kynsystur ekki beint, en læt-
ur hana á sér heyra, að ævinlega
sé skemmtilegra að selja karlmönn-
um, því að þeir séu þó ekki alla
jafna með aðra eins béaða reki-
stefnu og hótfyndni, aðfinnslur og
útásetningar, þjark og þref og
kvenþjóðin, og verstar séu þær
frúrnar, sem þykjast vera finastar.
Ja, svei! Þær væru ekki ofsælar af
því að standa hér á torginu dag
eftir dag og sjá borgarbúum fyrir
lífsnauðsynjum og hafa ekkert upp
úr því nema fyrirhöfnina.
Það lætur að líkum, að svo tigin
dama, sem Havis Amanda, yndi sér
illa á meðal fiskkassa og kartöflu-
vagna, með moldarþef og slorlykt
fyrir vitum. Nei, í kringum ung-
frúna þá er líka litaskrúð og blóma-
angan. Þar eru seld blóm og skraut-
jurtir og suðræn aldin. Og Havis
Amanda brosir stirnuðum steinvör-
um, og höfrungarnir úða tæru
vatni um fótstall hennar.
Sunnar á torginu hafa blindir
menn aðsetur sitt. Þar er engin
litadýrð, sem ginnir hinn alsjáandi
vegfaranda. En þar fást tágakörf-
ur, sem fléttaðar eru af hreinustu
list, ausur og sleifar, burstar og
barnavagnar. Því austar sem dreg-
ur á torgið og nær forsetahöllinni,
því fábreyttari eru þær vörur, sem
á boðstólum eru. Þar eru engin
skrautblóm á boðstólum, engin
glóandi aldin, ekkert hnossgæti.
Þar húka samanskroppnar og van-
sæiar kerlingar og ótótlegir karlar
á steinlagningunni og selja eld-
spýtur,skóreimar og allskonar smá-
varning. Þarna eru hinir örsnauð-
ustu, hinir umkomulausustu allra í
hópi þeirra, sem afla sér lífsþurfta
með iðju sinni á Sölutorginu —
fólk, sem lifir á næsta þrepi við
betlara.
Svo slær klukkan tólf á hádegi-
Fyrr en ókunnugur maður hefir
áttað sig er allt sölufólk, allir
vagnar, allar körfur, allt horfið af
torginu. Allir hraða sér brott. —
Soltnir hundar róta í ruslinu, sem
liggur í dreifum á auðu torginu,
hnusa og snapa, fitja upp á trýnið
við nærgöngula þjáningabræður
sína, urra og glefsa. En brátt
leggja þeir rófuna á milli lappanna
og hundskast brott, því að grátt
og ósélegt hreyfitæki brunar inn á