Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 62
140
D VÖL
gefið af því eitt einasta hár.
Þegar menn spurðu Baldur,
hvort ekki væri rétt að gefa af hey-
inu, var þetta venjulega svar hans:
„O, þetta er nú síðasta tuggan,
sem ég hefi slegið í mínu landi, karl
minn.“
„En hvers vegna að halda þess-
ari tuggu eftir, ár frá ári?“
„O, ekki hafa menn þurft að
sækja hey til annarra í Eystra-
Gerði hingað til, lagsi minn. Og
ég ætla að lofa þessu heyi að vera
þarna meðan ég ræð hér.............
Þetta er minn síðasti sláttur, síð-
asti ávöxtur starfa minna."
Og þar við sat......
Gamla heyið var kyrrt á sínum
stað og síðustu árin óx stór gras-
toppur upp úr fúnu torfinu. Heyið
var trúlega farið að dofna til fóð-
urs.
„Ég trúi, að það verði stutt á
milli okkar,“ rumdi í gamla mann-
inum.
„Vitleysa," sagði sonur hans.
„Þú segir það, sonur sæll. En
oft er það gott, er gamlir kveða,
segir máltækið. Sannaðu til,
dengsi minn.“
Þorri leið og Góa kom, og ekki
batnaði tíðin. Það var farið að
fréttast um heyleysið á ýmsum
bæjum.......
Einn daginn, þegar sólin sendi
geisla sína yfir snjóhvítt og freðið
landið, yfir þessa eyðilegu byggð,
kom maður austan að. Hann var
gangandi og teymdi hest fyrir
sleða. Þetta var Guðgeir, bóndinn
á Brún. Hann barði að dyrum í
Eystra-Gerði. Andrés, sonur Bald-
urs gamla, kom til dyra. Er þeir
höfðu heilsazt og rætt um tíðar-
farið og skepnuhöldin nokkra
stund, var eins og kæmi einhver
ónota kökkur í hálsinn á Guð-
geiri. Svo sagði hann.
„Ef til vill grunar þig í hvaða
erindagerðum ég er kominn .....“
Það var ekki sami styrkur í rómn-
um og venjulega.
„Ojá, sei sei já. Það mun ekki
vera vel ástatt hjá þér. Annars
skaltu tala við föður minn um
þetta.....“
Rétt á eftir kom Baldur gamli
að utan, úfinn eins og veturinn,
með klaka í skegginu. Hann púaði
og fékk sér í nefið og var hressi-
legur að vanda.
„Sæll veri komumaður," sagði
hann.
„Komdu sæll.“
„Þú munt koma heiman að.“
„Jú, lagði af stað með birtingu.“
„Farðu og gefðu hestinum hans,
drengur minn,“ mælti hann við
son sinn; svo sneri hann sér að
Guðgeiri:
„Ljóta tíðin þetta, karl minn.“
„Já, heldur það.....“ Guðgeir
ræskti sig.
„Hún tekur upp á heyjunum.“
„Já, ég gaf kúnum síðasta töðu-
hárið í morgun. Jón á Brandsstöð-
um er að verða heylaus fyrir ærnar
og flestir orðnir heylitlir þarna
austur frá.“