Dvöl - 01.04.1942, Page 63

Dvöl - 01.04.1942, Page 63
D VÖL „Gat ekki Steingrímur hrepp- stjóri hjálpað ykkur um tuggu?“ spurði Baldur og glotti. „Onei. Ég kom þar við, þó að óljúft væri, en hann kvaðst ekki hafa hey, nema handa sínum skepnum. Þess vegna fór ég til þín....Ég mundi reyna að borga þér þetta að hausti, ef ég get haldið lífinu í þessum skepnum mínum......“ „Jæja, en því lýgur Steingrímur, að hann hafi ekki hey aflögu; það er mér kunnugt. Lýgi og ekk- ert annað en lýgi....En það er sem ég segi: Ágirnd vex með eyri hverjum...... Jæja, ætli ég fari að láta þig fara bónleiðan frá bæ, úr því að aðrir synjuðu, sem höfðu þó efni og aðstæður til þess að bæta úr vandræðum annarra...... Það er bezt að Andrés sonur minn fari með þér með hey á hinum sleðanum líka.....“ „Það væri of mikið. Það dygði nú einn sleði.“ „O, vertu ekki neitt að rífa þig, karl minn. Sá, er hefir fengið af- svar hjá Steingrími hreppstjóra, hann skal ekki fara bónleiður frá mínum dyrum.......Þó að ég léti allt mitt hey.....“ Baldur gamli hrökk við, er hann mælti þessi orð og minntist gamla heysins og ákvarðana sinna. „Jæja, loforð eru loforð. Kannske er líka bráð- um komið að mínu skapadægri. .... En gamla heyið læt ég ekki fyrr en í síðustu lög,“ muldraði 141 hann í bringu sína, er hann gekk út á hlaðið á eftir Guðgeiri. Þeir bundu á sleðana í snatri, og það kom ískyggilega stórt skarð í heyið. „O, ég á nóg hey, þó að ég miðli einum nágranna mínum tuggu,“ sagði Baldur gamli, þegar Guðgeir hafði orð á því, að ef til vill yrði hann nú heylaus fyrir vikið...... Svo runnu sleðarnir af stað og skyldu eftir sig dökkar rákir í hvítum snjónum. En gamla heyið stóð óhreyft, í sínu gamla horni, snjóugt og klök- ugt eins og klettabunga.......... „Þetta er mitt hey. Því verður ekki eytt fyrr en í nauðirnar rekur,“ sagði Baldur gamli og lagði sinabera höndina á einn klaka- stöngulinn og braut hann af. ís- inn bráðnaði í lófa hans, og vatnið lak niður á torfuna...... Næstu daga fengu fleiri hey í Eystra-Gerði. Sumir höfðu orð á því, að gamla heyið væri fullgott, ef þeir fengju einhverja tuggu, en gamli maðurinn hummaði það fram af sér að láta af því. „Ann- að hvort fáið þið gott hey eða ekkert hey,“ sagði hann. Og gamla heyið stóð á sínum stað. „Ef til vill batnar tíðin bráð- um.“ .... En tíðin batnaði ekki, ekki strax. Dag eftir dag var norðangarður. Það var hætt að snjóa. í einstaka stað sást orðið í bera og freðna

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.