Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 64
142
D VÖL
jörðina, þar sem fönnina hafði
skafið af í næðingunum......
í einmánaðarbyrjun sást fram
á heybrest í Eystra-Gerði...
Einn daginn fór Andrés að
vanda um við föður sinn, að hann
hefði verið nokkuð örlátur á
heyin.
„O, skyldi okkur vera vandara
um en hinum, sonur sæll; ekki eru
öll hey étin enn. Mér segir svo
hugur um, að tíðin fari að
batna.....“
En heyin minnkuðu dag frá
degi, og ennþá var himinninn
heiður, og ennþá blés norðangolan
köld og kveljandi; ennþá voru
gluggarúðurnar í bænum þaktar
glitrandi rósum vetrarins. Einn
daginn stóð Baldur gamli uppi í
heygarði og horfði á hrossin berja
gaddinn fyrir neðan túngarðinn,
þar sem mjöllina hafði skafið af.
Hann var þungbúinn, gamli mað-
urinn, og í myrkum augum hans
fólust margs konar hugleiðingar.
Eftir nokkra stund kallaði hann á
yngsta son sinn og sagði:
„Farðu og náðu í hrossin og
rektu þau inn.“
,Svona snemma?“
„Já, hlýddu."
Gamli maðurinn var önugur.
Sonurinn fór.
Gamli maðurinn fór út í hest-
húsið og náði í stóran meis. Svo
settist hann við gamla heyið og
tók að leysa. Heyið var fast, en
hendur gamla mannsins gengu ótt
og títt eins og þær væru að vinna
eitthvert ólögmætt verk. Svitinn
spratt fram á enni hans, þrátt
fyrir kuldann.....Upp frá þessu
var tekið af gamla heyinu á
hverjum degi.
„Nú sverfur að í Eystra-Gerði,
úr því að Baldur gamli fór að taka
af stabbanum," sögðu menn, þegar
þetta vitnaðist.
Eftir miðjan einmánuð byrjaði
að rigna. Fannirnar slökknuðu og
urðu mórauðar af ryki og rusli-
Hér og þar sást í bera jörðina.
Einn morguninn fór Baldur
gamli upp í heygarð og byrjaði að
leysa af gamla heyinu. Það var
aðeins smá stabbi eftir, sem riðaði
og skalf í hvert sinn, er heykrókn-
um var beitt af nokkuru afli-
Frosið torfið stóð fram af og
myndaði skjól, en gerði stabbann
valtari en ella.
Baldur gamli settist á meisinn
og fékk sér í nefið og snýtti sér
duglega.
„Oft hefir nú verið meira um
hey í Eystra-Gerði að vori,“ taut-
aði hann, en glotti við tönn. Svo
leit hann upp í loftið og horfði á
grá og þungbúin rigningarskýin-
Regndroparnir hrundu niður í úf-
ið skeggið og duttu niður á kinn-
arnar eins og tár.
„Það er vor í lofti,“ tautaði
hann. „Veturinn hefir kostað okk-
ur erfiðar fórnir og gefið okkur þá
reynslu, sem minnir okkur á, að
við erum aðeins vesalar mann-
skepnur, sem verða að beygja sig
undir hin voldugu öfl.“