Dvöl - 01.04.1942, Page 66

Dvöl - 01.04.1942, Page 66
144 D VÖL §íkið Eftir .loseph Conrad Jón Helgason þýddi TLJVÍTI MAÐURINN studdi báð- um olnbogum á þakið á skýl- inu í skuti bátsins og sagði við stýrimanninn: „Við gistum í nótt í rjóðrinu við hús Arsats. Það er áliðið dags.“ Malajinn muldraði eitthvað og horfði sem áður hvasst út á ána. Hvíti maðurinn lét hökuna hvíla á krosslögðum handleggjunum og rýndi í kjölfar bátsins. Yfir glampandi fljótinu, er flóði eftir þráðbeinum farvegi gegn um skóginn, sveif sólin á heiðum himni og sló ofbirtu í augu. Hana bar lágt yfir ládautt vatnið, er skein sem af málmi væri. Ekkert lauf bærðist í þöglum skóginum, er var beggja megin breiðrar árinnar, dökkur og skuggalegur. í leðjunni á árbakkanum, við rætur risavax- ins trés, uxu bollausir dvergpálm- ar undir hvelfingu stórra og þungra laufblaða, er héngu hreyf- ingarlaus út yfir skollita iðu straumkastsins. í þessari værð virtist sem allt væri slegið töfrum, gersamlega steinrunnið, hvert tré, hvert lauf, hver grein, hver vaf- þráður klifurjurtanna og sérhver króna mínútu-blómanna. Ekkert bærðist á fljótinu nema hinar átta tvíblaða árar, sem glitrandi hófust með jöfnu millibili og skullu allar í vatnið í senn, og árin, sem stýri- maður hnykkti til hægri og vinstri með jöfnum og snöggum hand- tökum og myndaði hálfan geisla- baug yfir höfði hans. Vatnið freyddi og svall undan áratökun- um og gnauðaði við súðina. Og bátur hvíta mannsins seig upp ána, þótt skammt skriði á hverju árataki. Það var sem haldið væri inn í land, þar sem sérhver minn- ing um hræringu verið fallin í ævarandi fyrnsku. Hvíti maðurinn sneri baki við sólsetrinu og renndi augum yfir auðan og breiðan vatnsflötinn í áttina til sjávar. Seinustu þrjár mílurnar rann hið mikla, lygna fljót beint til hafs, féll beint í austur, eins og frelsi víðáttunnar drægi það til sín með ómótstæði- legu afli — til austursins, er elur bæði ljósið og myrkrið. Aftan við bátinn heyrðust fuglar garga. Ósamhljóða og hást gargið barst yfir eggslétt vatnið og hljóðnaði í þessum þagnarheimi, áður en það náði yfir að ströndinni. Stýrimaðurinn deyf stjórnárinni dýpra í vatnið, hallaði sér fram á

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.