Dvöl - 01.04.1942, Síða 66

Dvöl - 01.04.1942, Síða 66
144 D VÖL §íkið Eftir .loseph Conrad Jón Helgason þýddi TLJVÍTI MAÐURINN studdi báð- um olnbogum á þakið á skýl- inu í skuti bátsins og sagði við stýrimanninn: „Við gistum í nótt í rjóðrinu við hús Arsats. Það er áliðið dags.“ Malajinn muldraði eitthvað og horfði sem áður hvasst út á ána. Hvíti maðurinn lét hökuna hvíla á krosslögðum handleggjunum og rýndi í kjölfar bátsins. Yfir glampandi fljótinu, er flóði eftir þráðbeinum farvegi gegn um skóginn, sveif sólin á heiðum himni og sló ofbirtu í augu. Hana bar lágt yfir ládautt vatnið, er skein sem af málmi væri. Ekkert lauf bærðist í þöglum skóginum, er var beggja megin breiðrar árinnar, dökkur og skuggalegur. í leðjunni á árbakkanum, við rætur risavax- ins trés, uxu bollausir dvergpálm- ar undir hvelfingu stórra og þungra laufblaða, er héngu hreyf- ingarlaus út yfir skollita iðu straumkastsins. í þessari værð virtist sem allt væri slegið töfrum, gersamlega steinrunnið, hvert tré, hvert lauf, hver grein, hver vaf- þráður klifurjurtanna og sérhver króna mínútu-blómanna. Ekkert bærðist á fljótinu nema hinar átta tvíblaða árar, sem glitrandi hófust með jöfnu millibili og skullu allar í vatnið í senn, og árin, sem stýri- maður hnykkti til hægri og vinstri með jöfnum og snöggum hand- tökum og myndaði hálfan geisla- baug yfir höfði hans. Vatnið freyddi og svall undan áratökun- um og gnauðaði við súðina. Og bátur hvíta mannsins seig upp ána, þótt skammt skriði á hverju árataki. Það var sem haldið væri inn í land, þar sem sérhver minn- ing um hræringu verið fallin í ævarandi fyrnsku. Hvíti maðurinn sneri baki við sólsetrinu og renndi augum yfir auðan og breiðan vatnsflötinn í áttina til sjávar. Seinustu þrjár mílurnar rann hið mikla, lygna fljót beint til hafs, féll beint í austur, eins og frelsi víðáttunnar drægi það til sín með ómótstæði- legu afli — til austursins, er elur bæði ljósið og myrkrið. Aftan við bátinn heyrðust fuglar garga. Ósamhljóða og hást gargið barst yfir eggslétt vatnið og hljóðnaði í þessum þagnarheimi, áður en það náði yfir að ströndinni. Stýrimaðurinn deyf stjórnárinni dýpra í vatnið, hallaði sér fram á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.