Dvöl - 01.04.1942, Page 67
D VÖL
145
og stakk fast við með beinum
örmum. Vatnið svall við árar-
blaðið.
Skyndilega beygði áin í hálf-
hring fyrir skógarnes. Hinir höllu
kvöldgeislar sólarinnar urpu glóð
sinni á bátshliðina og köstuðu
löngum, afmynduðum skuggum af
bátshöfninni á glampandi vatns-
flötinn. Hvíti maðurinn sneri sér
við og horfði fram á leið. Báturinn
hafði breytt stefnu, svo að hann
rann nú þvert í strauminn, og út-
skorið drekahöfuðið á stafninum
bar beint í rjóður milli tytjulegra
runna á árbakkanum. Hann þaut
áfram, straukst við greinar, sem
hengu lágt út yfir vatnið og hvarf
af ánni eins og rennilegt dýr,
sem yfirgefur vatnið og leitar sér
hælis í skóginum.
Þarna var þröng vík, líkust ál,
krókótt og draugaleg og harla
skuggaleg, þrátt fyrir heiðan og
bláan himin. Rósatré gnæfðu við
loft, þakin klifurjurtum. Niður við
dökkt vatnið skein hér og þar í
dökkar og fúnar rótarhnyðjur
stórra trjánna, mitt í burkna-
flækju, samangrópaðar eins og
fjötraðar slöngur. Stuttorð tilsvör
ræðaranna endurómuðu hástöfum
i þessari draugalegu gróðrarhöll.
Myrkrið eins og seytlaði fram milli
trjánna, gegnum þéttriðnar vafn-
ingsjurtaflækjurnar, undan ótrú-
lega stórum og hreyfingarlausum
blöðum, dularfullt og máttugt
hiyrkur, þrungið ilmi og blandið
lsevi ófærra frumskóga.
Mennirnir stjökuðu bátnum inn
grynningarnar, inn á allstórt
lygnt síki. Votlendir, lágir bakk-
arnir, skóglausir og vaxnir grænu,
sefkynjuðu grasi, lokuðust eins
rammi um himinblámann, sem
speglaðist í tjörninni. Dumbrauð
skýjatröf lágu hátt á lofti og
urpu litblæ sínum á blöð flotjurt-
anna og silfurlit blöð lótusblóm-
anna. Álengdar sást lítið, svart
hús á háum staurum. Við það uxu
tveir pálmar, sem engu var líkara
en komið hefðu út úr skóginum að
húsabaki og hallað sér mjúklega
fram á rytjulegt þakið og hneigt
hnarreistar og laufprúðar krónur
sínar af varúð og næmri angur-
værð.
Stýrimaðurinn benti með ár
sinni og sagði:
„Hér býr Arsat. Ég sé, að bátur-
inn hans er bundinn við staur-
ana.“
Ræðararnir stjökuðu bátnum
áfram og litu um öxl að endaðri
dagferð. Sjálfir hefðu þeir fremur
kosið að eiga næturgistingu ann-
ars staðar en á þesSu draugalega
síki. Auk þess var Arsat þeim
ekki að skapi. Hann var aðkomu-
maður og hafði hresst við gamlan
eyðikofa og bjó í honum — sagðist
hvergi smeykur að búa þar með
vofunum, er jafnan reika um á
þeim stöðum, sém fallið hafa úr
byggð. Slíkur maður getur breytt
rás viðburðanna með einu augna-
tilliti eða einni setningu, og varn-
arlitlum ferðamönnum er ekki