Dvöl - 01.04.1942, Side 70
148
D VÖL
„Nei, Tuan,“ sagði Arsat hæg-
látlega. „Ef það eru mín forlög.
Ég heyri, ég sé, og ég bíð. Ég man
.... Tuan! Manstu forðum?
Manstu eftir bróður mínum?“
„Já,“ svaraði hvíti maðurinn.
Malajinn reis á fætur í skyndi
og fór inn. Hinn lá kyrr úti. Hann
heyrði gerla rödd Arsats, er hann
sagði:
„Hlustaðu á mig! Talaðu!"
Síðan varð alger þögn.
„Diamelen,“ hrópaði hann allt í
einu.
— Síðan þungt andvarp.
Arsat kom út aftur og settist á
sama stað og áður. Þeir dormuðu
þegjandi við eldinn. Inni í húsinu
var dauðaþögn. Lengst utan af
síkinu bárust raddir ræðaranna
yfir lognkyrrt vatnið; annars var
hvergi hljóð að heyra í grenndinni.
Það glytti dauflega á eld í stafni
bátsins. En brátt kulnaði hann út,
og raddirnar hljóðnuðu. Það var
hvarvetna kyrrð og myrkur, eins
og ekkert væri lengur til, nema
ævarandi stjörnublik gegnum næt-
urdökkvann.
Hvíti maðurinn starðiútímyrkr-
ið. Návist dauðans, hins ósýnilega
og óhjákvæmilega gests, vakti óró,
sem honum var í blóð borin, skelfdi
hann og seiddi og gaf innstu og
leyndustu hugórum hans byr und-
ir vængi. Hinn sívakandi ótti við
kynjaverur, þessi nagandi grunur,
sem leynist í hug mann, magnað-
ist þarna i kyrrðinni, djúpri og ó-
rofinni. Hún var áðeins sakleysis-
legur og gagnsær hjúpur á ægi-
legu umhverfi. Loftið var lævi
blandið, og allt var ótryggt. í þess-
ari skyndilegu hugaræsingu fannst
honum jörðin helzt vera skugga-
dalur, þar sem háð væri trölla-
stríð — hún væri orrustuvöllur
vætta og forynja, góðs og ills, er
tefldu í ákafa um valdið yfir varn-
arlausum mönnunum. Yfir þessari
hvíldarvana og leyndardómsfullu
jörð óseðjandi óska og ótta lýsti
stj örnufriðurinn.
Óhugnanlegur þytur barst ut-
an úr myrkrinu. Honum brá við.
Það var eins og hinn mikli villi'
skógur í kring væri að reyna að
hvísla í eyra hans vizku sinni-
Skógurinn var hafinn hátt yfir
alla aðila í þessari baráttu. Hljóð-
in mynduðust rétt hjá honum og
urðu brátt að orðum, sem loks
runnu saman í hógværa og jafn-
róma frásögn. Hann starði í kring-
um sig eins og maður, sem vaknar
af svefni, og færði sig ofurlítið til-
Arsat sat hreyfingarlaus og þung-
búinn og laut höfði undir stjörnu-
boganum. Hann talaði lágri röddu
og angurværri:
„--- því að er það ekki eina
leiðin til þess að létta af sér byrð-
inni, að trúa vini sínum fyrir á-
hyggjunum? Karlmaður verður að
tala um stríð og ást. Þú veizt, hvað
stríð er, Tuan, og þú hefir séð mig
halda til móts við dauðann af
sama ákafa og aðrir leita lífsins.
Það fyrnist, sem skrifað er, og oft
er lýgi færð í letur, en það, sem