Dvöl - 01.04.1942, Page 71
DVÖL
149
maður sjálfur hefir lifað, er sann-
leikur og gleymist aldrei.
„Ég man það,“ sagði hvíti mað-
urinn lágt.
Arsat hélt áfram með þeirri ró,
er sorgin veitir:
„Þess vegna ætla ég að tala við
þig um ást mína í myrkrinu. Tala
við þig, meðan nóttin og ástin vara
enn — áður en dagsljósið nær
að skína yfir harm minn og skömm.
Svipur minn er myrkur og hjart-
að kramið.“
Hann andvarpaði og nam örlítið
við, en hélt síðan áfram án þess
að hræra sig:
„Þegar þrautatímarnir voru úti
og stríðið búið, fórst þú brott úr
landi mínu, þangað sem hugurinn
dró þig, í leit að því, sem við, er
þessa eyju byggjum, skiljum ekki.
En við, ég og bróðir minn, urðum
áfram hermenn landstjórans. Við
vorum af höfðingjakyni og flest-
úm hæfari til þess að bera tákn
valdsins um öxl. Og Li Dendring
lét okkur njóta þess, þegar batn-
aði í ári, að við höfðum sýnt mikla
tryggð og mikið hugrekki á neyð-
artímunum. Það komu friðarár.Við
Undum við dýraveiðar og hanaat.
iðjuleysisráp og heimskulegar deil-
Ur um fáfengilega hluti. Maginn
Var mettur og vopnin ryðguð. En
íarðyrkjumennirnir gátu óttalaust
horft á hrísgrjónaakurinn blómg-
ast, og kaupmenn komu og fóru;
þeir fóru magrir og komu aftur
feitir á friðsælt fljótið. Þeir sögðu
tíðindi og blönduðu saman sönnu
ogj lognu, svo að eng^nn vissi,
hvort gleðjast skyldi eða hryggjast.
Við fréttum einnig um þig hjá
þeim. Þeir höfðu séð þig á ýmsum
stöðum. Og mér þótti vænt um að
frétta af þér, því að ég mundi eftir
stríðsárunum, og ég mundi alltaf
eftir þér, Tuan, — þangað til hug-
ur minn lokaðist fyrir öllu því, sem
liðið var, og augu mín sáu aðeins
eitt: hana, sem nú er að deyja —
þarna í kofanum.“
Hann þagnaði og hvíslaði af ást-
ríðuþrungnum ofsa:
„Mara bahia! Ó, ógæfa mín.“
Síðan hélt hann áfram dálítið
hærra:
„Enginn getur verið hættulegri
óvinur og enginn betri vinur heldur
en bróðir manns, Tuan, því að
bræður gerþekkjast, og það er
mestu hægt að orka til góðs eða
ills, ef ekkert brestur á kynning-
una. Ég elskaði bróður minn. Ég fór
til hans og sagði honum, að ég sæi
ekki nema eitt andlit og heyrði
aðeins eina rödd. Hann svaraði:
„Ljúktu upp hjarta þínu fyrir
henni, svo að hún sjái hvað inni
fyrir býr — og bíddu. Þolinmæði
er dyggð. Ef til vill deyr Inchi
Midah eða hershöfðinginn hættir
að banna kvonföng." — Ég beið. ..
Þú manst eftir stúlkunni með and-
litsslæðuna, Tuan? Manstu hvað
hershöfðinginn óttaðist brögð
hennar og kænsku? Hvað gat ég
gert.efhana vantaði þjón?Égsaddi
hungrið með því að horfa á hana
og varpa á hana kveðju. Á daginn
L