Dvöl - 01.04.1942, Side 75

Dvöl - 01.04.1942, Side 75
D VÖL 153 sama og dauðinn fyrir nokkurn að lenda í skotfæri við mann með byssu. Forðaðu henni. Hinum meg- in við skóginn er fiskimannskofi — og bátur. Ég kem, þegar ég hefi skotið öllum skotunum. Ég er frár á fæti ,og við verðum komnir á flot, áður en þeir komast yfir tang- ann. Ég verst eins lengi og ég get, því að hún er nú aðeins stúlka og getur hvorki barizt né hlaupið. En hjarta þitt hvílir í hennar veiku höndum.“ Hann lagðist undir bát- inn. Óvinirnir nálguðust. Við hlup- um af stað, hún og ég, og sem við þræddum stíginn gegnum skóginn, heyrði ég skotið. Bróðir minn skaut einu sinni — tvisvar, og áraglam- ið hljóðnaði. Dauðaþögn var að baki okkar. Ég sá sjóinn og sand- ströndina fram undan áður en bróðir minn skaut þriðja skotinu. Breiðir árósar blöstu við. Við fór- um yfir grösugt skógarengi og hlupum niður að sjónum. Lítill kofi var þarna á svörtum bakkanum og bátkæna í vör. Ég heyrði enn eitt skot fyrir aftan mig. „Þetta er það seinasta," hugsaði ég. Svo æddum við að bátnum. Maður kom æð- andi úr kofanum, en ég hljóp á hann. Við kútveltumst í leirnum, en þegar ég stóð upp, lá hann graf- kyrr við fætur mér. Ég veit ekki hvort ég drap hann. Við Diamelen ýttum kænunni á flot. Ég heyrði köll og sá bróður minn koma hlaup. andi yfir engiö. Á eftir honum komu margir menn. Ég tók hana í íangið og kastaði henni upp í bát- inn og stökk síðan upp í hann sjálfur. Þegar ég leit upp, sá ég að bróðir minn hafði hnotið. Hann féll, en komst strax á fætur aftur. En þá voru mennirnir að um- kringja hann. „Ég kem“, hrópaði hann. Mennirnir þyrptust að hon- um, og ég horfði á — margir menn. Svo leit ég á hana. Tuan! Ég ýtti bátnum frá. Ég ýtti honum út á öruggt dýpi. Hún kraup í stafn- inum og blíndi á mig, og ég sagði „Taktu árina,“ og stakk minni í vatnið um leið. Tuan! Ég heyrði hann æpa nafnið mitt tvisvar, og ég heyrði raddir, sem öskruðu: „Dreptu hann. Sláðu hann.“ Ég leit aldrei við. Ég heyrði hann kalla nafn mitt aftur í örvæntingu. Það var eins og lífið þryti, um leið og röddin brast — og ég leit aldrei við. Nafnið mitt! . .. Bróðir minn! Þrívegis kallaði hann — og ég þorði að lifa. Var hún ekki hjá mér í bátnum? Og gátum við tvö ekki leitað að landi, þar sem dauðinn er öllum gleymdur — er ekki til? Hvíti maöurinn reis upp við dogg. Arsat stóð á fætur og horfði á dvínandi glæðurnar. Hann sást ógerla í myrkrinu. Þokuslitringur hrannaðist yfir síkinu og huldi stjörnuglitið. Hvítur þokuhjúpur grúfði yfir jörðinni. Hann lá í köld- um hrönnum í myrkrinu og flæddi eins og iða kringum trjábolina og stéttina við húsið, er helzt virtist fljóta á úfnu og óáþreifanlega hafi. Aðeins trjákrónurnar sáust langt í burtu og skáru af við heiðan

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.