Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 75

Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 75
D VÖL 153 sama og dauðinn fyrir nokkurn að lenda í skotfæri við mann með byssu. Forðaðu henni. Hinum meg- in við skóginn er fiskimannskofi — og bátur. Ég kem, þegar ég hefi skotið öllum skotunum. Ég er frár á fæti ,og við verðum komnir á flot, áður en þeir komast yfir tang- ann. Ég verst eins lengi og ég get, því að hún er nú aðeins stúlka og getur hvorki barizt né hlaupið. En hjarta þitt hvílir í hennar veiku höndum.“ Hann lagðist undir bát- inn. Óvinirnir nálguðust. Við hlup- um af stað, hún og ég, og sem við þræddum stíginn gegnum skóginn, heyrði ég skotið. Bróðir minn skaut einu sinni — tvisvar, og áraglam- ið hljóðnaði. Dauðaþögn var að baki okkar. Ég sá sjóinn og sand- ströndina fram undan áður en bróðir minn skaut þriðja skotinu. Breiðir árósar blöstu við. Við fór- um yfir grösugt skógarengi og hlupum niður að sjónum. Lítill kofi var þarna á svörtum bakkanum og bátkæna í vör. Ég heyrði enn eitt skot fyrir aftan mig. „Þetta er það seinasta," hugsaði ég. Svo æddum við að bátnum. Maður kom æð- andi úr kofanum, en ég hljóp á hann. Við kútveltumst í leirnum, en þegar ég stóð upp, lá hann graf- kyrr við fætur mér. Ég veit ekki hvort ég drap hann. Við Diamelen ýttum kænunni á flot. Ég heyrði köll og sá bróður minn koma hlaup. andi yfir engiö. Á eftir honum komu margir menn. Ég tók hana í íangið og kastaði henni upp í bát- inn og stökk síðan upp í hann sjálfur. Þegar ég leit upp, sá ég að bróðir minn hafði hnotið. Hann féll, en komst strax á fætur aftur. En þá voru mennirnir að um- kringja hann. „Ég kem“, hrópaði hann. Mennirnir þyrptust að hon- um, og ég horfði á — margir menn. Svo leit ég á hana. Tuan! Ég ýtti bátnum frá. Ég ýtti honum út á öruggt dýpi. Hún kraup í stafn- inum og blíndi á mig, og ég sagði „Taktu árina,“ og stakk minni í vatnið um leið. Tuan! Ég heyrði hann æpa nafnið mitt tvisvar, og ég heyrði raddir, sem öskruðu: „Dreptu hann. Sláðu hann.“ Ég leit aldrei við. Ég heyrði hann kalla nafn mitt aftur í örvæntingu. Það var eins og lífið þryti, um leið og röddin brast — og ég leit aldrei við. Nafnið mitt! . .. Bróðir minn! Þrívegis kallaði hann — og ég þorði að lifa. Var hún ekki hjá mér í bátnum? Og gátum við tvö ekki leitað að landi, þar sem dauðinn er öllum gleymdur — er ekki til? Hvíti maöurinn reis upp við dogg. Arsat stóð á fætur og horfði á dvínandi glæðurnar. Hann sást ógerla í myrkrinu. Þokuslitringur hrannaðist yfir síkinu og huldi stjörnuglitið. Hvítur þokuhjúpur grúfði yfir jörðinni. Hann lá í köld- um hrönnum í myrkrinu og flæddi eins og iða kringum trjábolina og stéttina við húsið, er helzt virtist fljóta á úfnu og óáþreifanlega hafi. Aðeins trjákrónurnar sáust langt í burtu og skáru af við heiðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.