Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 76

Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 76
154 DVÖL himininn, eins og þær bæri við einhverja fjarlæga ógnarströnd — myrkt hillingaland, þar sem engan griðastað var að finna. ,,Ég hafði hana hjá mér, ég hafði hana,“ sagði Arsat og var áberandi skjálfraddaður í næturkyrrðinni. „Ég hefði sótt hana, þótt allt mannkynið hefði staðið gegn mér. En ég hafði hana hjá mér — og ...“. Orðin hrukku af vörum hans og dóu út. Það var eins og hann væri að hlusta á þau hljóðna langt í burtu — þar sem þau áttu engrar undankomu von né bjargar. Svo mælti hann ofurlágt: „Tuan! mér þótti vænt um bróð- ur minn.“ Það setti hroll að honum við ofurlítinn vindgust. Drúpandi pálmablöðin slógust saman með óyndislegu skrjáfi, hátt yfir höfði hans og hátt yfir þöglum þoku- sjónum. Hvíti maðurinn teygði frá sér fæturna. Hann lét höfuðið lúta niður á bringuna og tautaði dapur- róma, án þess að líta upp: „Okkur þykir öllum vænt um bræður okkar.“ Arsat hvíslaði ástríðuþrunginni rödd: „Hvað varðaði mig um hver dó? Ég þráði frið í hjarta mitt.“ Hann þóttist verða var við hreyf- ingu inni í húsinu, hlustaði og læddist síðan inn. Hvíti maðurinn stóð upp. Það rak á vindhrynur annað veifið. Stjörnurnar höfðu bliknað eins og þær væru sokknar í eitthvert hyldýpi og orðnar að steini. Kaldur vindgustur þaut hjá. Síðan ríkti dauðaþögn fáein augnablik. Allt í einu sló gullnum bjarma á himininn og yfir dökkan skóginn og breiddist síðan um allt austurloftið. Sólin var að koma upp. Þokan hjaðnaði og greiddist í sundur. Seinustu hnoðrarnir hurfu smám saman. Síkið var svipt hjúpnum og lá dökkt og slétt í skugga skógarins. Hvítur og tígulegur örn hóf sig til lofts í stórum sveigum yfir vatninu. Hann virtist sem af gulli ger, er sólin náði snöggvast að skína á hann. Loks hvarf hann út í blám- ann og týndist með öllu. Hvíti maðurinn staðnæmdist fyr- ir framan dyrnar og starði upp í loftið. Slitrótt óráðshjal, sem loks endaði með þungri stunu, barst til hans innan úr kofanum. Allt í einu kom Arsat út með útbreiddan faðminn. Hann stóð kyrr um hríð, horfði út í bláinn og skalf allur. Síðan mælti hann: „Hún þjáist ekki lengur.“ Sólin þokaðist æ hærra yfir trjá- krónurnar og varpaði geislum sín- um framan í hann. Goluna herti, og gliti sló á gárað síkið. Árdags- skuggarnir hurfu úr skóginum, sem helzt virtist, að færzt hefði drjúg- um nær — og staðnæmzt rétt hjá með sveigðum greinum og blakt- andi laufi. Það, eins og hin dauða náttúra, hrópaði hárri röddu í miskunnarlausu sólskininu og æpti á huldarmáli inn í myrkur hinna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.