Dvöl - 01.04.1942, Síða 78

Dvöl - 01.04.1942, Síða 78
156 DVÖL Bæknr Þórir Bergsson: Vegir og vegleysur. Útgefandi ísafoldarprentsmiðja h.f. 1941. Þessi saga gerist á nokkrum sumar- dögum í sveit. Aðalpersóna sögunnar, Hreinn Gaukur, vel menntaður náttúru- fræðingur, er þar í sumarleyfi. Hann tjaldar frammi í dal, við Grákolluvatn.— Grákolluvatn: Þjóðsaga um ógæfusama konu, sem drekkti sér i vatninu. — Þangað kemur Sólveig, dóttir hreppstjór- ans í Tungu, á tveimur gæðingum. Og ævintýrið hefst. Þeir, sem ráð hafa á því að njóta sumarleyfis og búa 1 tjaldi frammi til fjalla, lifa alltaf ævintýr. — Enskur lávarður er á næstu grösum. Hann býr ríkmannlega í húsunum við Laxfoss, hefir þjónustufólk, veiðir lax í ánni og drepur fugla á heiðinni. Garðar í Stóradal er stórbóndi og ofláti. Jóhannes í Litladal fékk „lömunarveikina í fyrra,“ reynir að drekkja sér í ánni, en tekst það ekki. Þorvaldur kaupi kemur til sögunnar og kippir honum upp úr, renn- blautum, slyttis máttlausum og hálf- dauðum, með alla þessa dobíu af vatni innan í sér, sem upp úr honum rann — — — það var laglegt handtak af sextugum manni,“ eins og hann orðar það. — Héraðsmót í sveit: Presturinn stígur í stólinn, enginn hlustar. Karl- arnir dreypa á heimabrugguðu áfengi. unga fólkið dansar og duflar, „íþróttir niðri á eyrunum." — Hryggbrot í bókar- lok, en alltaf má fá annað skip. — Prá öllu þessu og mörgu öðru segir höfundur af mikilli leikni, næmum skiln- ingi og hárfínum smekk. — Þarna eru allt mennskir menn í eðlilegu umhverfi. Engin hálftröll á heiðum uppi né sæ- skrímsli í vogum, engin gandreið á fjand- anum yfir jökulfljót, engin fýla af úld- inni soðningu og þó allt fullgildur skáld- skapur. Ég las þessa bók með mikilli ánægju. Maður er orðinn því svo vanur, að skáld- sögur, sem gerast í sveit á íslandi, séu yfirfullar af allskonar óeðli, upplognu siðleysi og margs konar öfgum, að manni flnnst það næstum þakkarvert að annað skuli koma fram. — Þórir Bergsson er listaskáld, frum- legur og hugðnæmur, og hin listrænu tök hans á viðfangsefninu gefa öllu, sem hann skrifar, tvöfalt gildi. Bergsveinn Skúlason. Erika Höyer: Anna Ivanowna. Árni Óla þýddi. ísafoldarprent- smiðja gaf út. í grýttri brekku, skammt frá skíða- skálanum í Hveradölum, má sjá rústir lítils kofa. Þar bjó um skeið danskur garðyrkjumaður, Höyer að nafni. með konu sinni, Eriku, höfundi bókar þeirrar, sem hér verður lauslega getið. Hún var lettnesk að uppruna, og þótti flestum öðrum konum glæsilegri. Þ'au hjónin hurfu af landi burt fyrir fáum árum. „Anna Ivanowna" er í rauninni endur- minningar þessarar konu um heimsstyrj- öldina fyrri og uppreisnar- og byltingar- árin í Rússlandi og Lettlandi. Ekki telst bókin til stórfenglegra bókmennta, en þar er þó brugðið upp skýrum myndum af hörmungum þessara tíma og ljóslif- andi fólk leitt fram á sviðið, mitt í hring- iðu hinna geigvænlegustu viðburða. Eitt atriði hlýtur íslendingurinn að staldra við með geig. Það getur sem sé varla hjá því farið, að hann finni óþægi- legan skyldleika með seinaganginum og mistökunum, vanmættinum og tregðunni, sem hann hefir grun um, af sinni tak-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.