Dvöl - 01.04.1942, Side 79

Dvöl - 01.04.1942, Side 79
D VÖL mörkuðu þekkingu á styrjaldarrekstri, og spillingu og auðnuleysi rússnesku yfir- stéttarinnar í lok keisaraveldisins. Enn er stríðsdansinn stiginn, og enn á fólkið í Kúrlandi, eins og fleiri, um sárt að binda. Sjálfsagt eru þúsundir land- flótta Letta einhvers staðar í Rússlandi líkt og áður. Ef til vill vofir hungurs- neyðin enn yfir þeim, sem heima þrauka. Átakanlegar sögur gerast, eins og jafnan þegar stríð er háð. í gerningahríð skefja- lítils áróðurs er okkur íslendingum, lít- ilsmegnandi þjóð á norðurhjara, engin leið að vita hverju fram vindur. Aðeins eitt vitum við, og það er hin mikla hugg- un og von allra á slíkum tímum: Að lokum hlýtur hið gróandi líf að sigra, deyfa þjáningarnar og lækna sárin — hver svo sem úrslit verða vopnaviðskipt- anna. Eitt íslenzkt skáld hefir orðað þetta svo, að næturgalinn muni sigra í þessu stríði. Nokkrar hvimleiðar ritvillur eru í bók- inni, til dæmis: Skírt fyrir skýrt, bj/lt við fyrir bilt við, samrýmdar fyrir sam- rímdar, veslings fyrir vesalings o. s. frv. Að einu leyti er betur með mál farið en gengur og gerist: Þýðandi segir ávallt í sjúkrahúsi, í skóla, í skrifstofu. Margir. og það jafnvel tiltölulega góðir íslenzku- menn, hafa ranglega tíðkað að segja menn liggja á sjúkrahúsi, stundi nám á skóla og vinni á skrifstofu. Aldrei hefi ég þó heyrt talað um það, að fólk fari á kirkju; væri það þó hliðstætt. Þessum amböguhætti í tali og skrifum er kominn tími til að breyta til þess sem réttara er og betra. J. H. Gunnar M. Magnúss: Salt jarð- ar. Skáldsaga. Útgefandi: Jens Guðbjömsson. Reykjavík 1941. Þetta er saga um fátæk hjón í fátæku sjávarþorpi, saga um viðburðasnautt líf og starf þess fólks, sem í raun og sann- leika er „salt jarðar". Öll er frásögnin 151? hversdagsleg, og persónurnar gamlir kunningjar þeirra, er til þekkja á þvílík- um stöðum, sem sagan fjaliar um. Skap- gerðardrættir fólksins eru yfirleitt skýrt mótaðir, og ber alveg sérsaklega að minna á Ragnheiði Loftsdóttur í því sambandi, sem er bersýnilega kóngsdóttir í álögum, skapmikii og persónusterk, hversdagslega sveipuð hjúpi þeim, sem baslið og þræl- dómurinn steypir yfir fórnardýr sín, þótt endrum og eins varpi hún grímunni og birtist í allri reisn sinni og tíguleik. Jóakim maður hennar er af allt öðru sauðahúsi; hann er rola og smámenni, sem minnkar, þegar hann hyggst að beita sér og taka á því, sem hann á til. Ýmsar aukapersónur, eins og Herborg, frú Hildur og Gvendur Skari, eru at- hyglisverðar og bera með sér, að höfund- ur hefir glöggt auga fyrir margbreytileik mannlífsins. Höfundur þessarar bókar hefir áður sýnt og sannað, að hugarheimur barnanna er honum opinn. Einnig hér nær hann hvað föstustum tökum á viðfangsefni sínu, þegar hann leiðir lesandann um þær fín- gerðu krókaleiðir, sem liggja inn að leynd- ardómum barnssálarinnar. Gunnar M. Magnúss er allmikilvirkur rithöfundur og gerir margt vel, en hann er um of háður stóru spámönnunum, og fátt er eins fátæklegt eins og auðsæ eftir- öpun á ljóðlínu eftir Einar Benediktsson eða hinum dásamlegu tónstefum Beet- hovens, svo að algeng dæmi séu nefnd. Þórarinn Guðnason. Heðin Brú: Feðgar á ferð. Aðal- steinn Sigmundsson þýddi með leyfi höfundarins. — Víkings- útgáfan. Reykjavík 1941. Þýðandi þessarar bókar er mikill vinur Færeyinga og hefir nú á skömmum tíma snúið tveim allstórum færeyskum skáld- sögum á íslenzku. Ég er lítt kunnugur bókmenntum þessa „litla bróður“ íslenzku þjóðarinnar, en ekki virðist mér sem þar

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.