Hlín - 01.01.1942, Blaðsíða 30
28
Hlin
mun flestum sýnast að hann hafi verið næsta fagur. En
hvernig er hann nú?
Þegar menn renna auganu á hinn íslenska kvenbúning,
eins og hann er farinn að verða um mestan hluta íslands,
og bera hann saman við fornöldina og miðöldina, þá
slingur heldur en ekki í stúf. — Margir halda, að bún-
ingnum sje smám saman breytt í öllu til hins betra frá
því sem áður var, en því fer fjarri, og sýnir búningurinn
sig sjálfur, og það með, að hinar íslensku konur hafa ver-
ið næsta misvitrar í þessu efni.
Það er nú fyrst, að vilji menn spyrja hver búningur
sje tíðkaður um mestan hluta íslands, þá er það hin vand-
asta spurning úr að leysa, því að hann er sinn á hverjum
staðnum og hvorki íslenskur né útlendur um mikinn
hluta landsins.
Hvað hefur oss nú hlotnast í stað hinná gömlu, þjóð-
legu og fögru búninga?
Fyrir hinn þjóðlega fald, sem Freyja sjálf bar, eftir því
sem hin gömlu kvæði vor kenna oss, höfum við fengið
hatta, sem í sniði varla líkjast neinu, sem konur hafa bor-
ið fyr eða síðar. — Fyrir hina gömlu kyrtla, eða hina út-
saumuðu og fagurlega lögðu treyju, hefur okkur hlotnast
treyja og kjólar með alls konar afkárasniði, sem afmynda
hinn kvenlega vöxt með öllu móti. — Fyrir höfuðdúkinn
gamla, er kominn herðaklútur eða Hamborgarsjal, sem
nær langt ofan á bak, og sem einungis á við í kulda og
regni, en ekki til skarts. — Og fyrir hinn útsaumaða kyrtil
eru komin kjólaslytti og pils úr útlendri skræpu, sem
hvorki er skjól nje hald í.
Fyrir hin fögru silfurbelti liöfum vjer fengið silki- og
klæðisbönd, sem bæði eru ónýt og verðlaus. — Auk þess
gera margir víða um landið sjer að skyldu að eyða öllum
gömlum silfurbeltum og öðru kvensilfri, hversu merki-
legt sem er, en láta gullsmiðina bræða upp brjóst- og
herðaskildina, festarnar, koffrin, laufaprjónana, erma-