Hlín - 01.01.1942, Qupperneq 58
56
Hlin
vestanhafs hef jeg sent dúka og fleira eftir hana. — Ein
þeirra segir: , Jeg horfði á dúkinn, ekki laus við blygðun,
og spurði sjálfa mig: Mun jeg ekki hafa grafið pund mitt
í jörðu, fyrst að blind sveitastúlka út á íslandi getur ann-
að eins og þetta?“ — Önnur vildi láta safna verkum henn-
ar og hafa til sýnis utan lands og innan.
Óskifta aðdáun vakti það mjer oft, að hún sem var svo
ung og sorglega fötluð, virtist hafa numið til fulls þá
gullnu reglu lífsins, að alt, sem á annað borð er þess virði,
að það sje unnið, er líka þess virði, að það sje vel gert. —
Það var þetta, sem mjer fanst dásamlegast við hana, og
hve fegurðarsmekkur hennar var hreinn og djúpur, hann
speglaðist í verkum hennar og allri framkomu. — Tók
unga fólkið nokkurntíma eftir því, hvílík fyrirmynd Mál-
fríður var í þolinmæði, iðni og vandvirkni. Jeg veit það
ekki. En jeg vona að svo hafi verið. — Aðeins það, að vita
að henni í nágrenninu, þvílíkum hæfileikum gædda og
sístarfandi, fanst mér gefa lífinu meira gildi, lyfta því upp
í æðra veldi. — Það er því eigi undarlegt, þó hún yrði
mjer og öllum öðrum, er kynni höfðu af henni, harm-
dauði, svo ung sem hún var og vaxandi. Hún var ein allra
mikilhæfasta persónan, sem jeg hef átt því láni að fagna
að fá að kynnast á lífsleiðinni.
Jeg sagði í upphafi þessara minningarorða, að Helen
Keller, hin ameríska, hefði haft fágætan kennara. — En
íslenska „Helen Keller" átti fágæta foreldra, fágæta að
þolgæði, umönnun og ástríki. — Ef allir íslenskir uppal-
endur legðu hvílíka rækt við æskuna, sem Kolmúlahjónin
lögðu við blinda, gáfaða barnið sitt, myndu, er tímar líða,
æðri sem lægri sæti þessa þjóðfjelags vel skipast, og þá
myndi einnig dafna hinn eini æskilegi gróandi í þjóðlíf-
inu, gróandi manndóms og þroska.
Að lokum vil jeg óska þess af heilum hug, að þessi
minningarorð mættu verða Alþingi og ríkisstjórn á-
minning og hvöt til þess að efla starfskrafta BHndravina-