Hlín - 01.01.1942, Blaðsíða 126
124
Hlin
Grænu þökin.
íslensku konur! Býr ekki enn í hugum ykkar aðdáun
og ást á grænu, grónu húsaþökunum? — Þau voru svo
fögur, hlý og laðandi, þegar grasið sveigðist og bylgj-
aðist eins og ímynd svellandi æskukrafta. — En eins og
allt, sem er gott og fagurt, þarf að hlúa að þeim með
verndandi hönd. — Sjáið því um, að breitt sje yfir ný
þök viður eða stórgerð hey. Það hlífir gróðrinum fyrir
sólbruna og skrælnun. Látið ekki nýþakin hús standa
opin, þá skrælnar þakið fyr. Til þess að torfþekjur sjeu
fallegar og traustar, þurfa þær að vera vel gerðar í fyrstu,
og svo vel hirtar. Það þarf því að vanda vel alla gerð
þeirra, bera vel áburð undir ysta þak og ofan á líka, vel
og oft. Gæta þess, að þau grói sljett og vel. Þá geta þau
orðið traust og hlý — Skepnur mega ekki troða þökin. —
Jeg veit vel, að ykkur eru fast í minni gömlu, leku hús-
in, og er það ekki undarlegt, en þau voru oft illa gerð og
illa hirt.
Þeir tímar gætu komið, að hyggilegt væri að búa sem
mest að okkar efni og okkar húsagerð, og altaf þurfa að
vera til mörg hús á sveitabæ, önnur en íbúðarhúsið, eng-
um má standa á. sama um útlit þeirra.
Því ávarpa jeg ykkur, íslenskar konur, að jeg álít að
smekkur ykkar og umhyggja ráði og eigi að ráða, ekki
svo litlu um útlit og hirðingu húsanna, utanbæjar einnig.
Flestar konur hafa það á tilfinningunni, að í þeirra
verkahring er að hafa auga með öllu sem fegrar, hlúa að
því sem vanþrífst, og minna á það, sem aðrir gleyma.
Sveitakona.