Hlín - 01.01.1942, Blaðsíða 134
132
Hlín
börn, svo það væri gott ef Heimilisiðnaðarfjelagið gæti bætt úr
því.
Við höfum leigt dýrt húsnæði s. 1. ár, hjer er erfitt að fá hú§-
næði, sem er hentugt, en við þurfum einhversstaðar að eiga sama-
stað til þess að geyma okkar verkefni og koma saman til vinnu. —
Við fáum styrk úr bæjarsjóði (200 kr. á ári), og svo höfum við
fengið styrk (150 kr.) frá Sambandi íslenskra heimilisiðnaðar-
fjelaga.
Fjelagið hafði vefnaðarnámsskeið s. 1. vetur og var þar ofið
margt fallegt og nytsamlegt.
Við reynum að halda í horfinu, en það er erfitt að fá unnið eins
og nú standa sakir. Og ekki líst mjer á, ef frú Guðrún Hartmann,
okkar mesta stoð í fjelagsskapnum, flytur úr plássinu, hún hefur
haldið þessu lifandi og starfandi, með sínum dugnaði.
A.
Aí Hjeraði er skriíað: — Hjer um pláss hefur verið mikil ullar-
vinna í vetur, bæði á heimilin og svo söludót, sem Kaupfjelagið
tekur. Aðallega mun það hafa verið millifatapeysur og sokkar
handa setuliðinu. S.
Frá Heimilisiðnaðarijelaéi Fáskrúðsfjarðar: — Alt það sem við
vinnum getum við selt hjer á staðnum og fullnægjum oft ekki eft-
irspurninni. Einkum ganga vel út allskonar barnaföt og nærföt
handa sjómönnum, að jeg ekki tali um grófa leista og stoppteppi.
Teppin er sú vara sem við höfum mest upp úr að selja, en við er-
um að verða í vandræðum með tog í þau, því fólk er komið á lag
með að nota sitt tog sjálft í leista og fleira. — Við kembum togið
í teppin í stólkömbum. Nú erum við að hugsa um að fá okkar
einhverja hjálparvjel við vinnuna. Ætli það væri ekki gott að fá
sjer vjel, eins og litlu kembivjelina, sem þú komst með frá Ame-
ríku? — Við áttum kost á að fá 15 þráða spunavjel og notuðum
hana lítilsháttar, en hún er gömul og erfið og við kaupum hana
líklega ekki. — Ef til vill ættum við að reyna að ná í einn rokk-
inn frá Sigurjóni í Forsæti, en þá er rafmótorinn, sem þarf að
fylgja og sem er svo tilfinnanlega dýr.
Það eina, sem við höfum gert ennþá fyrir almenning, er að
innleiða handavinnuna í Barnaskólann, og hefur það gefist vel, en
það eru aðeins stúlkubörn, sem hennar njóta, en vonandi verður
bætt úr því á næstkomanda vetri.
Fjárhagur fjelagsins er dágóður. Það er búið að borga þá skuld,
sem skapaðist við að senda stúlkuna, sem kennir við barnaskól-