Melkorka - 01.05.1944, Síða 5

Melkorka - 01.05.1944, Síða 5
MELICORKA TÍMARIT KYENNA Ritstjórí: RANNVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR Ritnejnd: Þóra Vigjúsdóttir • Valgerður Briem ■ Petrína Jakobsson 1. hefti • Maí 1944 • 1. árgangur Sól er á lof t komin... Ejtir Rannveigu. Kristjánsdóttur „Það var til tíðinda einn morgun, er Höskuldur var genginn út að sjá um bæ sinn; veður var gott, skein sól og var ’lítt á loft komin; hann heyrði manna mál, hann gekk þangað til sem lækur féll fyrir tún- brekkunni, sá hann þar tvo menn og kenndi; var það Ól- afur son hans og móðir hans, fær hann þá skilið að hún var eigi mállaus, því að hún talaði þá margt við sveininn. Síðan gekk Höskuldur að þeim og spyrr hana að nafni og kvað henni ekki mundu stoða að dyljast lengur. Síðan mælti hún, ef þú villt nafn mitt vita, þá heiti eg Melkorka.... Mýrkjartan heitir faðir minn og er konungur í írlandi, eg var þaðan hertekin fimmtán vetra gömul.“ Islenzku konur! Þögn okkar hefur verið þrá- lát og löng eins og þögn Melkorku, og sjaldan rofin nema þegar 'móðir leggur barni sínu heil- ræði. í gegnum soninn hefur móðirin alltaf sagt til nafns síns, hvatt hann til dáða. En hin vaxandi samtök alþýðunnar í landinu veita konunni fyrirheit um fegurri dag og krefj- ast þess um leið af henni, að hún skilji ábyrgð sína, sem þjóðfélagsþegn og hlutgengur aðili í baráttu hinna vinnandi stétta. ,,..eg var þaðan hertekin 15 vetra..“ I upphafi tímans var vegur konunnar mikill. Jörðin var þá sameign ættflokksins. Konan kunni góð skil jarðyrkjunnar og var fræg fyrir fjölkynngi. Börnin báru nafn hennar. En framleiðsluhættirnir breyttust, einkaeigna- rétturinn náði rótfestu og með honum sú starfa- skipting, sem síðar flutti öll völd í hendur karl- manninum — konan hætti að mæla á opinberum vettvangi. „..veður var gott, skein sól og var lítt á loft komin.... “ Verkalýðurinn og konurnar tóku þátt í frönsku stjórnarbyltingunni, og hlutu upp frá því smám saman pólitísk réttindi. En hið félagslega og fjárhagslega jafnrétti roðaði aðeins við sjón- deildarhring. Fyrsti maí nálgast nú óðum, og ef til vill verð- ur kúgunarstefna Evrópu sigruð áður en fyrsti maí rennur aftur upp. Sá sigur verður unninn í tákni þessa dags fyrir samtakamátt sigrandi þjóðskipulags. Fyrsti maí er baráttudagur verkalýðsins. Sól hans er á loft komin og sigur hans getur aftur veitt konunni málið, ef hún fylkir sér undir merki MELKORKA 1

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.