Melkorka - 01.05.1944, Síða 15

Melkorka - 01.05.1944, Síða 15
ÁRÓÐUR OG OFNÆMI E/tir Katrínu Thoroddsen lœkni Þegar sú spurning var lögð fyrir mig á dög- unum, hvers vegna konur hræddust sósíalismann og ég beðin að svara henni hér í blaðinu, var mér dauðþreyttri eftir dagsins erfiði skapi næst að láta tvö orð nægja, annað til skýringar, en hitt því til áréttingar. En ég sá í hendi mér, að slík ónot voru hvorki málgagninu samboðin né sjálfri mér, og þaðan af síður skýrðu þau á nokkurn hátt hið undarlega fyrirbrigði, að konur óttast þá stjórnmálastefnuna, er að því miðar að tryggja þeim fullt jafnrétti, fjárhagslegt frelsi, félagslegt öryggi og óteljandi þroskaleiðir. Nú hef ég aldrei verið hrædd við sósíalisma og get því ekki greint frá eigin reynslu á því sviði. En ein hræðslan er annarri lík og ég hef verið myrkfælin, en afstaða margra kvenna til sósíal- ismans og stjórnmála yfirleitt er afar áþekk við- horfi myrkhrædds barns til dimmra fjárhúss- dyra, sem það annað hvort hendist framhjá í hræðsluofboði eða leggur langa lykkju á leið sína til að forðast. A heimili foreldra minna að Bessastöðum var gamall maður, er hét Ólafur og var Einarsson. Hann var blindur og barngóður. Þegar vont var veður, var það venja okkar krakkanna að hnapp- ast að Ólafi gamla, því hann kunni kynstrin öll af fornum fróðleik, sagði vel frá og var laus við málleti. Oftastnær sagði hann okkur einhverja fornaldarsögu eða riddarasögu, en stundum líka mergjaða draugasögu, og í þær vorum við sólgn- ust. Ekki var hægt að segja, að Ólafur gamli tryði á drauga. Til þess var samband hans við þá of náið. Hann umgekkst þá eins og maður mann, en beitti þá ströngum aga, rak þá út, stefndi þeim fyrir Duradóm og einn hafði hann jafnvel kveð- ið niður. Meðan Ólafur sagði draugasögurnar, vildum við helzt hafa einhvers staðar hönd á hon- um okkur til verndar; og við hnökruðum okkur upp í rúm hans, því ekkert þorði að láta fæturna lafa niður fyrir stokkinn. Þó Ólafur hefði, vegna yfirburða sinna, frekar lítilsvirðingu á draugun- um, mátti samt glöggt á honum greina, að barna meðfæri voru þeir ekki. Við krakkarnir vorum undantekningarlaust svo myrkfælin, að við þorð- um ekki um þvert hús að ganga eftir að skyggja tók. Synd væri þó að kenna Ólafi einum. Þar var fleira að verki. Meðal annars áttu þjóðsögur Jóns Árnasonar sinn drjúga þátt í hræðslunni, og marga raunina gerði djákninn á Myrká mér í bernsku. Einhver hollvinurinn gaf mér það góða ráð að hlaupa aldrei, hvað hrædd sem ég yrði, heldur fara mér hægt og athuga, hvað á seyði væri. En þetta var hægar ort en gjört og ekki hafði ég stillingu til að notfæra mér þetta heilla- ráð fyrr en ég var orðin hálffullorðin. Seinna, þegar ég fór að kynnast sálarfræði lítilsháttar, skildi ég á hvaða rökum þessi gömlu reynsluvís- indi voru byggð. Sá eiginleiki að geta hræðzt er bæði mönnum og skepnum áskapaður. Frá náttúrunnar hálfu er hér um að ræða hvorttveggja í senn varúðar- og varnarráðstöfun, því óttanum fylgir ávallt líkam- legt viðbragð, sem ýmist miðar til varna eða undankomu. Hræðsluviðbragð líkamans er einatt sama eðlis, en auðvitað er styrkleiki þess háður því, hve mikil geðshræringin er, sem því veldur. Öll höfum við einhverntíma orðið hrædd, og þekkjum því einkenni óttans af eigin raun. Við ofsahræðslu verðum við vör einkennilega við- kvæms tómleika efst i kviðarholi og um leið og við rekum upp eða kæfum fyrsta ópið, fer hroll- ur um líkamann allan. Við fölnum, það brýzt út um okkur kaldur sviti, munnurinn þornar, tekur fyrir kverkar, svo andardráttur verður erfiður, MELKORKA 11

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.