Melkorka - 01.05.1944, Qupperneq 16
Katrín
Thoroildsen
lœknir
en hjartslátturinn hraður og sterkur. Jafnvel
hárin rísa, því allir vöðvar eru spenntir og við
tökum til fótanna eða veitum viðnám. Meðan á
hræðslukastinu stendur hækkar blóðþrýstingur-
inn, blóðsykur eykst, en meltingin stöðvast, því
orku er ekki eytt í neitt það, sem hjá verður
komizt. Hún beinist öll að því einu að verjast.
Stundum getur viðbragð líkamans orðið svo
snöggt og ákaft, að það missi marks, verði til
böls en ekki bóta, maðurinn geti hvorki hrært
sig né hrópað, og dæmi eru til þess, að menn
hafi dáið úr hræðslunni einni. Þá kemur það og
þráfaldlega fyrir, að hræðslan truflar manninn
svo, að hann verður ekki var annars háska, sem
að steðjar og ef til vill er hinum fyrri miklu
meiri.
Langvarandi eða síendurtekinn ótti, hvort sem
hann er mikill eða lítill, kvíði eða skelfing, setur
sitt mark á líkamann. Afleiðingin verður veik-
indi, lífræn og starfræn, í meltingarfærum,
hjarta, æðakerfi og taugakerfi. Þetta eru tíðar
truflanir hér á landi sem annars staðar.
Það er fyrir aðgerðir taugakerfisins, að ótt-
inn altekur líkamann, en það hefur eins og kunn-
ugt er það hlutverk að vinna, að samhæfa hin
ýmsu líkamsfyrirbrigði og viðhalda jafnframt
sambandinu við umheiminn. Það er venja að
líkja taugakerfi mannsins við síma og símstöðv-
ar og er þá heilinn miðstöðin, mænan millistöð,
en taugarnar símaþræðir, sem flytja heilanum
fregnir um það, er fram fer og bera út boð hans
og fyrirskipanir. Sumar tauganna lúta stjórn vilj-
ans milliliðalítið, til dæmis þær, sem annast
hreyfingu limanna o. s. frv. Innri starfsemi lík-
amans er aftur á móti ekki viljanum háð, henni
er stjórnað af sérstöku taugakerfi, sem kalla
mætti sjálfvirkt, til að halda líkingunni. Af sjálf-
virkum taugum er aragrúi um allan líkamann og
sums staðar mynda þær þétta hnökra, sem eru
einskonar millistöðvar. Einn slíkur hnökri, all-
myndarlegur, er í kviðarholinu ofanverðu. Hann
er nefndur sólarhnökrinn, og var lengi vel álitið,
að í honum hefði viðkvæmni og kjarkur aðsetur
sitt. En sennilega hefur þótt óviðeigandi að skipa
svo virðulegum kenndum sess neðan þindar og
almenningsálitið því gert sér hægt um hönd og
flutt hugtakið upp í hjarta. Enn í dag tíðkast það
hér á landi og víðar að tala um viðkvæmt hjarta,
brjóstheila menn, og taugaveiklun er almennt
kölluð hjartveiki.
Nú vita menn, að þótt sólarhnökrinn sé merki-
leg stöð, þá er hann ekki endastöð frumkennd-
anna, hún er uppi undir heila og nefnist Thala-
mus. Frá Thalami liggja ótal þræðir til fram-
hluta heilans, en þær eru heimkynni vitsmuna, at-
hyglisgáfu, endurminninga og ímyndunarafls.
Sambandi stöðva þessara er þannig varið, að
hvor um sig getur að staðaldri haft áhrif á hina,
ýmist örfandi eða letjandi. Með dýratilraunum
hefur tekizt að sýna óvéfengjanlega, hve sefandi
áhrif skynsemin hefur á hræðslukenndina. Hægt
er til dæmis að nema burtu heila úr ketti án þess
að dýrið deyi. Sé aðgerð þessi framkvæmd á
þann hátt, að Thalamus sé eftir skilinn, er dýrið
einlægt á verði í stöðugu skelfingarástandi. Við
hverri hræringu umhverfis bregzt það með fnæsi
og frussi, hár þess rísa og öll er framkoman hin
vanstilltasta og er það að vonum; kattarkvik-
indið lætur stjórnast af frumkenndum einum, að-
gæzlan er engin, hún er burtnumin með heil-
anum.
Þótt það sé málvenja, að kveða svo á, að ein-
hver verði viti sínu fjær af hræðslu, er næsta
sjaldgæft, að svo sé, ef raunverulegan háska ber
að höndum, og þá venjulega því aðeins, að ó-
kunnur voði steðji óvænt að. Langsamlega flest-
12
MELKORKA