Melkorka - 01.05.1944, Page 23

Melkorka - 01.05.1944, Page 23
foreldranna minnkaö. Má ef til vill segja hér sem oftar, að það er skammt öfganna á milli, því að nú þykir sumum, sem það séu stundum öllu held- ur börnin, sem ráða á heimilunum og séu for- eldrarnir ofurliði bornir. Kemst þó vonandi jafn- vægi á, þegar stundir líða og menn hafa betur áttað sig á því, sem gerzt hefur. Það liggur í augum uppi að vegna þeirra fé- lagslegu þróunar, sem átt hefur sér stað í heim- inum, hlýtur þjóðfélagið óhj ákvæmilega að taka á sig ábyrgðina á uppeldi æskulýðsins og hafa jafnvel eftirlit með því á heimilunum. Heill og velferð þj óðfélagsins veltur algerlega á því, hvernig þegna það skapar sér. Barnið og ung- lingurinn er sá leir, sem það á að mynda og móta úr: farsælt þjóðfélag, farsæla þegna, en þetta tvennt hlýtur að fara saman. Ég hef hér haldið fram rétti þjóðfélagsins til afskipta af málefnum einstaklingsins, en réttin- um fylgja vitanlega gagnkvæmar skyldur. Hvert barn, sem þjóðfélaginu fæðist, á heimtingu á því, hverjir svo sem foreldrar þess eru, að fá að njóta þess uppeldis að hæfileikar þess fái notið sín. Til þessa má þjóðfélagið ekkert spara. En þetta hefur aftur í för með sér að ekki er hægt að láta staðar numið við skólagöngu barna frá 7—14 ára. Barnið þarf skóla áður en það er 7 ára og námi þess getur á engan hátt verið lokið við 14 ára aldurinn. Næstu ár þar á eftir ættu einmitt eingöngu að vera helguð einhverju námi og ekki vera reiknað með að unglingurinn fari að vinna fyrir sér fyrr en í fyrsta lagi við 16 ára aldur- inn. Hér bíða því hins íslenzka þjóðfélags óleyst verkefni, sem mikið veltur á, hvernig til tekst með. Það er ekki hægt að láta það afskiptalaust, hvers konar æska það verður, sem erfir þetta land, og þar berum við sem vaxin erum alla á- byrgðina. „— og námi Jiess getur á engan hátt verið lokið við 14 ára aldurinn.“ — Margir vilja nú lengja slcólaskyld- una upp í 16 ár, miða tvö síðustu árin við jjað, að láta börnin kynnast ýmsum starfsgreinum, og gera þeim þannig euðveldara að velja lífsstarf við hœfi sitt og getu. — Myndin er frá amerískum slcóla og sýnir dreng við járnsmíðar, stúlk- ur á tilraunastofu og lesandi unglinga MELKORKA 19

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.