Melkorka - 01.05.1944, Side 32
dauða föður míns og varð því ekki úr förinni. En
voriS 1904 hélt móSir mín til útlanda og ferSaS-
ist þá um NorSurlönd og kynntist þar ýmsum
hinum merkustu konum, einkum í SvíþjóS. —
Kynntist hún þar Ann Margrét Holmgren, pró-
fessorsfrú, er var einn helzti brautrySjandi kven-
réttindahreyfingarinnar í SvíþjóS og var á sí-
feldu ferSalagi um landiS til þess aS halda fyrir-
lestra um kvenréttindi og stofna kvenréttindafé-
lög. Hélzt meS þeim vinátta alltaf síSan meSan
þær lifSu báSar.
Þá var alþjóSasamband kvenréttindafélaganna
(kosningaréttarfélaga kvenna) nýstofnaS. HafSi
þaS veriS stofnaS fyrst í Washington áriS 1902
af Susan B. Anthony, en fyrsti eiginlegi stofn-
fundur félagsins var haldinn í Berlín áriS 1904
og bundust þá samtökum þessi lönd: SvíþjóS,
Noregur, Danmörk, England, Holland, Þýzka-
land, Bandaríkin og Nýja Sjáland, en nokkru
síSar bættust viS Austurríki, Italía og Frakk-
land. I júní, 1905, er birt í KvennablaSinu bréf
frá danskri konu, frú Jóhönnu Miinter, sem
harmar þaS aS hafa ekki vitaS um komu móSur
minnar til Kaupmannahafnar haustiS áSur, því aS
hún hefSi viljaS tala viS hana um þetta nýstofn-
aSa samband og skorar á ísland aS stofna kven-
réttindafélag og taka þátt í sambandinu sem sér-
stakt land. Frú Jóhanna Munter var gift dönskum
sjóliSsforingja, Kommandör Múnter, og hafSi
fariS víSa um lönd. Hún var gáfuS kona og góS-
viljuS og menntuS vel, mun hún hafa veriS ritari
hins danska kvenréttindafélags og sendi hún for-
manni alþjóSasambandsins, frú Chapman Catt,
heimilisfang móSur sinnar. SkrifaSi frú Catt
móSur minni eftir þetta mörg bréf og hvatti hana
til þess aS koma á kvenréttindafélagi, þótt ekki
væri nema smádeild, og gengi þaS síSan í al-
þjóSasambandiS. Ein af hinum dönsku forvígis-
konum, frú Lund, formaSur kvenréttindafélags-
ins „Hringurinn“ (félags listakvenna og rithöf-
unda) kom nú upp meS þaS, aS ísland ætti aS
ganga í félagiS sem ein af hinum dönsku deild-
um, í sambandi viS aSaldeildina dönsku. Segir
svo í KvennablaSinu, 31. apríl, 1906, um þessa
uppástungu: „Frú Jóhanna Múnter mótmælti því
og kvaS Island eiga aS ganga í félagiS sem sér-
stakt land, en ekki sem nein undirdeild eSa hjá-
lenda. Mrs Chapman Catt skrifaSi frú Múnter
og kvaS þaS ekki koma til mála aS ísland gengi
í sambandiS sem hluti af Danmörku. „ViS gætum
þá alveg eins vel neitaS aS taka Canada eSa
Ástralíu eSa Ungverjaland inn í félagiS sem sér-
stakt þjóSfélag, en þaS höfum viS þó ekki gert.“
Frú Múnter segir í bréfi til B.B. aS Mrs. Chap-
man Catt hafi fariS svo hörSum orSum um þessa
dönsku tillögu, aS hún hafi ekki ennþá þoraS aS
lesa bréfiS upp á fundi í danska kj örréttarfélag-
inu.“
SumariS 1906 var sambandsfundur hins al-
þjóSIega kj örréttarfélags kvenna haldinn í Kaup-
mannahöfn. Munu þá enn hafa komiS fram í
Danmörku raddir, sem vildu koma í veg fyrir
sjálfstæSa þátttöku íslands og mæltu meS því,
aS íslenzkum konum, búsettum í Kaupmannahöfn,
yrSi boSiS aS sitja fundinn fyrir íslands hönd.
-— En Mrs. Catt vildi ekki annaS heyra en ís-
lenzk kona, heiman aS frá íslandi sjálfu, yrSi
boSin. Fékk þá móSir mín formlegt boS aS fara
á fundinn og var boSiS a$ taka meS sér 1—2
konur. Skrifar hún þá grein um þetta í Kvenna-
blaSiS og skorar á kvenfélög aS taka þetta mál
til íhugunar, ef unnt væri aS koma á fót félags-
deild í þessum tilgangi. Hún lýkur þannig máli
sínu: „Þótt þessi samtök fari hægt í fyrstu og
séu lítilsvirt, þá eykst þeim þróttur meS félags-
skapnum, svo á endanum munu þau rySja öll-
um varnargörSum heimskunnar úr vegi og skipa
konunni þaS sæti, sem henni ber meS réttu: aS
vera jafningi og félagi karlmannsins, hvort sem
þaS er heldur sem húsmóSir á heimilinu, eSa
sem borgari í þjóSfélaginu.“
MóSir mín sótti fundinn í Kaupmannahöfn og
fékk þar réttindi sem fulltrúi, þótt ekki væri ís-
land gengiS í sambandiS. Hélt hún þar fyrirlest-
ur um kvenfélög á íslandi, flutti skýrslu frá ís-
landi, eins og gert var frá öSrum löndum, sem í
sambandinu voru og flutti ræSu í skilnaSarhóf-
inu, er hún var kölluS fram til aS tala fyrir
hönd lands síns, eins og aSrir fulltrúar.
Þegar móSir mín kom heim tók hún strax aS
beita sér fyrir því aS stofnaS yrSi kvenréttinda-
félag. Fékk hún í liS meS sér merka konu, sem
28
MELKORKA