Melkorka - 01.05.1944, Síða 37

Melkorka - 01.05.1944, Síða 37
Hvað hafði gerzt? Hjálmari hafði ekki hug- kvæmzt, að neitt gæti gerzt fyrst um sinn. Hann var ekki við neinu búinn. „Það lítur út fyrir rigningu,“ sagði hann hik- andi, því að eitthvað varð að segja. „Einmitt það? Þú spáðir líka rigningu í gær- kvöld og það er alltaf sama moldrokið,“ svar- aði Hulda. Röddin var ekki laus við skjálfta. Hann gat sér þess til, að hún hefði fengið ein- hverjar slæmar fréttir, líklega í bréfi frá ein- hverri vinkonu sinni, en væri samt að reyna að gera að gamni sínu. Hvað annað? Hann ætlaði þá líka að segja eitthvað í gamni: „Ekki ræð ég við moldrokið. Ég hef ekki kunnáttu til að kyrra vind og sjó.“ „Var ég að segja það?“ Röddin var ísköld. Hjálmar iðraðist þess nú sárlega, að hafa sagt þessa vitleysu. Auðvitað var eitthvað alvarlegt á seyði, því að hún gat engu gamni tekið. Skyldi pabbi hennar enn einu sinni hafa fengið þessar innankvalir, sem hann fékk stundum, og veikzt mikið? Hjálmari þótti það raunalegt, ef eitthvað væri að heima hjá Huldu. En honum gramdist líka ofurlítið: Hvers vegna þurftu áhyggjurnar að steðja að þeim svona fljótt? Jæja, hvað um það? Væru tengdaforeldrarnir í einhverjum vandræðum, ætlaði hann að verða þeim að liði, ef hann gæti. Skyldi Hulda hafa fengið bréf að heiman. Hann fór að þreifa fyrir sér með varlegum spurningum: „Hafa nokkrir gestir komið í dag?“ „Hverjir hefðu það svo sem átt að vera?“ „Til dæmis nágrannar okkar,“ sagði hann í afsökunarrómi. „Kallarðu tvíbýlisfólkið gesti?“ Hún leit þannig á hann, að hann skildi á auga- bragði, að reiði hennar snerti tvíbýlisfólkið. Eng- inn hafði komið. Því gat hún ekki hafa fengið bréf — og engar fréttir heldur. Hann varð feg- inn. Feginn og ekki feginn! Hjálmar þekkti tvíbýlisfólkið lítið enn. En bændurnir áttu ýmislegt saman að sælda. Þeir lánuðu hvor öðrum verkfæri og jafnvel hesta. Konurnar hittust oft og voru sjálfsagt farnar að lána hvor annarri ílát, kaffibæti, molasykur, salt, bökunardropa, tvinna, kjólasnið og guð veit hvað. Nú hafði kerlingin auðvitað hreytt ónot- um að Huldu og Hulda kveið því eins og dauðan- um, að eiga í vændum ævilanga sambúð við kvenvarginn. Hjálmar skildi þetta allt. En hvað þetta var líkt Huldu, að minnast ekki á misklíðina við hann. Hún var svo orðvör. — En var þetta ekki of mikið sjálfstæði? Fer ekki hezt á því, að hjónin segi hvort öðru áhyggjur sínar? Já, tvíbýli! Drottinn minn! Konurnar í Nesi höfðu ekki þegið kaffi hvor hjá annarri síðan í fyrra. Allt út af kettinum í Efra bænum, sem var sístelandi. „Hefurðu haft tal af því hinumegin?“ spurði Hjálmar með hálfum huga. „Nei.“ Þetta nei gat ekki styttra verið. Jæja, enn var tilgáta hans röng. Hulda hafði ekki einu sinni hitt tvíbýlisfólkið. „Nú borðum við,“ sagði Hulda stuttlega. Þau höfðu svo sem verið að borða, þó að mat- arlystin væri ekki merkileg. Hjáhnar kunni þögninni illa og fór alveg for- málalaust að tala um vísitölu landbúnaðarins. Hulda lét eintal hans afskiptalaust, og þegar hann þagnaði sagði hún: „Já.“ Þetta j ók hugrekki hans og hann hélt áfram að brjóta vísitöluna rækilega til mergjar. Þá greip Hulda fram í: „Heldurðu að ég sé hagfræðingur. Hefurðu mest gaman af að tala um það, sem ég skil ekki?“ Nú lagði Hjálmar frá sér hníf og gaffal. Hann greip eldspýtna-stokk, sem lá á borðinu, með fá- einum eldspýtum í, hvolfdi úr honum og braut hverja spýtu í tvennt. Síðan braut hann bút eins smátt og hann gat. Og loks skar hann sjálfan stokkinn sundur með borðhnífnum. Honum hafði ekki gengið illt til, þegar hann fór að tala um vísitöluna. Hulda var vön að lesa dagblöð og tala um landsins gagn og nauðsynjar, bæði við hann og aðra. En nú særir það hana, að hann talar við hana eins og vitiborna manneskju. Hjáhnar gafst upp. MELKORKA 33

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.