Melkorka - 01.12.1946, Side 11

Melkorka - 01.12.1946, Side 11
GABRIELA MISTRAL: r "\ E1 dias triste Þegar í ljósu logni lyftist mót himinsins auga haustbliknuð hvirfing trjáa, hrjáð af laufstorma fjöld, eða ég geng um gulnað graslendi á svölu hausti, finnst mér sem drottinn í dyrunum standi, er dimmir kvöld. Kvöld, sem rennur í tímann sem tárin um vanga mína, þá er það guð, sem gengur um gulnaðrar laufþekju dyr, hausti og hljóðleika líkur, bjartari en bliknandi ljósið, slíkur er hann og slíkan sem þennan þekkti hann enginn fyr. Oftlega í óði mínum átti ég til að kveða lofsöngva um skaparann lýða, vegsama vald hans og náð, en sá er svæft hefur döggvum sorgbitna jörðu og lýði honum er höndin treg, og hvarflandi er allt hans ráð. Þýtur í þungum móði guðs í geigfullu hjarta haustvinda hvinur og kvein í blaðfáum, bliknandi trjám, ísing frá auga slokknu hríslast um hjartarætur mínar svo kvíðans kulda leggur frá hjarta að hnjám. Og ég ber mig að biðja bænir sem aldrei fyrri stílaðar voru haustsins hugmóða drottni, og spyr: „Einskis ég bið þig, ekkert er þér sjálfum að veita. Ertu þá gáta geimsins, gestur við lauffallsins dyr?" Fríða Einars þýddi. Norðmaður ráða nokkrar vanar stúlkur í síldar- vinnu út í Hrísey. Áttum við að hafa fríar ferðir, húsnæði, kol og olíu. Hann vildi ekki greiða nema kr. 0,40 fyrir að kverka og salta í tunnuna, en við vildum hafa kr. 0.50 og stóðum svo fast saman, að hann varð undan að láta og greiddi okkur 50 aura auk hlunnindanna. Um sama leyti gerðu konur liér á Tanganum verkfall hjá síldarsaltendum og fengu fram kröfuna um 50 aura á tunnu. Yar það Norð- maðurinn Evensen, sem fyrstur gekk að kröfum þeirra. - Varst þú með í stofnun Verkakvennafélags- ins „Eining“? — Nei. Þá var ég í sveit, en vorið 1916 kom ég heim og gekk þá strax í félagið og hef verið í því síðan. Var mér það mikið gleðiefni, þegar ég frétti það að heiman, að búið væri að stofna Verka- kvennafélagið „Eining“, því mér fannst það vera MELKORKA 43

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.