Melkorka - 01.12.1946, Page 18
Listakonan Nína Tryggvadóttir
Ejtir Driju Viðar
Það er ekki oft að slíkur viðburður skeður í
listalífi bæjarins sem málverkasýning Nínu
Tryggvadóttur. Hún er ung listakona, sem stund-
að hefur nám hjá beztu kennurum og hefur náð
föstum tökum á efninu. Myndir liennar sýna, að
þar er listamaður að verki, sem stefnir ótrauður
fram á leið.
List allra tíma hefur verið torskilin megninu
af samtímamönnum, en þótt skilningsleysi sé að
mæta víðast hvar, lætur listamaðurinn ekki segja
sér fyrir verkum, heldur bendir hann á veginn.
Það er að vísu svo, að málverkin segja mest sjálf
og eiga ekki að þurfa neinna skýringa við ann-
arra en þeirra, sem litir og form láta í té, en hins
vegar tekur oft langan tíma fyrir augað að venj-
ast nýjungum, og orðið getur hjálpað til að skýra
það, sem augað ekki skilur. En orðið er hjómið
tómt, ef málverkin sjálf. eru ekki athuguð.
Tíminn krefst þess, að haldið sé áfram leitinni
hugann að því, hver og ein, hvar þið eruð á yegi
staddar í þessu efni. Verði niðurstaða þeirrar
sjálfsrannsóknar sú, að málkunnáttu ykkar sé
ábótavant eða málvenjur ykkar ekki sem beztar,
þá hefjið þegar í stað alvarlegt starf til lagfær-
ingar þessu. Minnizt þess, að undir yður er það
fyrst og fremst komið, hvort móðurmál íslenzkra
barna framtíðarinnar verður þrungið kynngi og
orðgnótt þeirrar tungu, sem varðveitzt hefur frá
kyni til kyns fyrst og fremst fyrir atbeina ís-
lenzkra mæðra. Munið, að
fegurra mál á ei veröldin víð,
né varðveitt betur á raunanna tíð;
og þrátt fyrir tízkur og lenzkur og lýzkur
það lifa skal ómengað fyrr og síð.
An þess týnast einkenni og þjóðerni mannsins,
án þess glatast metnaður landsins.
að nýjum úrlausnum og sannindum, en hvert
listaverk verður að vera dæmt eftir því tímabili,
sem það er málað á.
Það efni, sem málarinn hefur til að vinna úr
er ferhyrndur flötur, 5 litir og pensill. Það virðist
ef til vill vera fábreyttur efniviður, en gefur ó-
endanlega möguleika. Það, sem skiptir mestu
máli er, hvernig byggt er inn á myndflötinn.
Hann krefst þess, að rúmið sé byggt upp með
hrynjandi lita og forms í jafnvægi og samstill-
ingu, en ekki eftir tilviljunum, sem verða á vegi
málarans í gerfi fyrirmyndanna. — Listaverkin
verða ekki til vegna fyrirmyndanna, heldur þrátt
fyrir þær. Eins og hljómlistin talar ómenguðu
máli hljóma og tóna, eins ætti málaralistin að
tala máli forms, lita og uppbyggingar þeirra. Það,
sem málað er eftir, skiptir þá minnstu máli, aðal-
atriðið er myndflöturinn og hvernig byggt er
inn á hann. Þá hefur málarinn frjálsari hendur.
Nína Tryggvadóttir hefur unnið sig í gegnum
bamstUling meö guítar
50
MELKORKA