Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 4

Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 4
ÚR KÍNADAGBÓK Eflir AuÖi Sveinsdóttur Auður Sveinsilóttir Laxness, sem er nýkomin heim úr ferðalagi með manni sínum frá Bandarfkjunum, Kína og Indlandi hefur lofað að segja lesendum Melkorku frá ferðalaginu og birtist hér fyrsta grein hennar frá Kfna. Eftir nokkurra daga dvöl í Honkong för- um við með járnbrautinni til landamæra Kína. Okkur er veitt eftirför af blaðamönn- um, ljósmyndurum og kvikmyndamönnum. Það er ekki á hverjum degi sem ferðamenn komnir frá Ameríku fari einsog ekkert sé áfram til Kína. Blaðamennirnir halda áfram að tala og mynda hlaupandi eftir að lestin er komin af stað. Við komum til landamærabæjarins Shum- chum eftir klukkutímaferð. Það er tekið á móti okkur af fulltrúa frá félaginu „Menn- ingartengs] við útlönd“, frú Chiou Hui- Ming, og á hún að vera túlkur og fylgdar- maður okkar. Héðan er ferðinni heitið til Kanton, með okkur í lestinni eru níu jap- anskir leikln'tsmenn, boðnir til Kína af sömu aðiljum og við, tveir vestur-þýzkir kaupmenn að fara í verzlunarerindum til Kanton og svo kínverjar. Fólkið Iiér á stöð- inni er þrifalegt og í heilum og hreinum fötum. Dynjandi Iiergöngumars er leikinn um leið og lestin fer af stað. í landslaginu skiptast á vötn og akrar, ltæðir og lundir, og nú blasir við okkur mannlíf sem maður kannast svo vel við af myndum frá Kína. Þarna er kona í buxum og kyrtli með barða- stóran hatt og tvær körfur hangandi í bamb- usstöng á herðum sér, liún gengur á örmjó- um upphækkuðum garði milli akra eins og línudansari; akuryrkjumaður að ausa vatni í ker með höndunum; menn, naut og asnar fyrir vögnum og kerrum; leirkofaþyrping- ar; kræklóttar hríslur einar sér á stangli, cn aldrei samfelldir skógar; kuml og grafir í hólum. Það var athyglisvert hve rnikið virð- ist hafa verið gróðursett af trjám núna á síð- astliðnum Jrrem til fjórum árum. Hvergi sást bíll á Jressari þriggja klukkutímaferð til Kanton, enda hvergi bílvegir. Það eru held- ur engir bílvegir milli Kanton og Peking. Og það voru ekki margir bílar í Kanton, þó voru göturnar þar víða breiðar og glæsileg- ar. Við höfðum tvo bíla til umráða meðan við vorum gestir þar, og oft sýndust mér Jiað vera einu bílarnir í gangi þá stundina sem við vorum að fara á milli. Það er mikið af hjólreiðamönnum sem draga á eftir sér einn farjDega í kerru með skermi yfir, s\ipaðri barnavagni, leifar af gamla rickshaw-fyrir- komulaginu. Hótelið okkar í Kanton, Aichun-hótel, er stórt og hátt, fjórtán hæðir, heldur úrsér- gengið en fallegt útsýni Jaaðan yfir Perlu- fljótið. Um kvöldið förum við í leikhús í fyrsta sinn í Kína. Húsið er troðfullt. Leik- húsgestir virðast vera í vinnufötum sínum, flestir eins klæddir, karlar og konur, í dökk- bláum jökkum ogbuxum. Margir voru með börn á handleggnum. Leikurinn er nokk- urskonar ópera, J^að er talað og sungið í ein- kennilega livellum leikhúsmálrómi sem læt- ur dálítið ankannalega í eyrum meðan mað- ur er að venjast honum. Búningar og leik- svið er Iivorttveggja með miklum íburði og skrauti. í sex til sjöhundruð ár liafa svokallaðir ,,bátsmenn“ búið á Perlufljótinu og reyndar fleiri ám í Kína. Þeir voru áður skör lægra settir í þjóðfélaginu en almenningur í landi og réttlausir með öllu. Mig minnir að um 60 i M ELKORK A

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.