Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 10

Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 10
að sleppa því atriði úr frægðarsögu flokks- ins. Hitt er svo annað mál, hvort ástæða sé til að fyrirgefa Itöfundi yfirlýsingarinnar flóttann. Þegar vígsnautar okkar íslendinga, Eng- lendingar og Frakkar, gera herhlaup inn í annað iand, þá virðist nokkuð liæpið að draga af því þá ályktun, að íslandi sé nauð- syn á dvöl erlends hers til að vernda „öryggi íslands og Norður-Atlanzhafsbandalagsins.“ Nema því aðeins, að ísland leggi hlessun sína á þetta herhlaup, telji það nauðsynlegt öryggi sínu. En engin skilríki hafa birzt um það, að slík liafi verið opinber afstaða ís- lenzka utanríkisráðneytisins. Hins vegar skal það játað, að öryggi Atlanzhafsbanda- lagsins var í hættu í innrásinni í Egypta- land. En það voru Englendingar og Frakkar sjálfir, er stefndu því í voðann, og þar áttu engir aðrir sök á, allra sízt Ráðstjórnarríkin. En viðburðir þeir, er urðu þess valdandi að Alþýðuflokkurinn og Framsókn gengu á bak kosningaloforða sinna um brottför hins erlenda hers, gerðu það bert, að staða ís- lands í Atlanzhafsbandalaginu er ekki að- eins andhælisleg, heldur blátt áfram lífs- hættuleg. Það er eitthvað kynvillingslegt við það ástand, að vopnlaust smáríki sé að spóka sig í hernaðarbandalagi og hafi sýslumann úr Gullbringu- og Kjósarsýslu til að semja um hermál í stórráði Atlanzhafsgenerál- anna. Þarna situr fulltrúi íslands, og á ekki einu sinni trésverð, og ræðir af alvöru við gullbryddaða herforingja, um varnir At- lanzhafsins — já um varnir alls hins „frjálsa heims“l En þetta er ekki aðeins hjákátlegt, það er háskalegt. ísland er dregið eins og lamb til skurðar inn í hverja þá deilu, sem upp kann að rísa á hnettinum. Hver úlfa- þytur, hvar sem er á jarðarkringlunni verður til þess, að stjórnmálaflokkar okkar, sem eru þó að burðast við á stundum að vera heið- arlegir fyrir kosningar, svíkja allt sem þeir hafa lofað þegar líður að haustnóttum. Með aðild sinni í Alanzhafsbandalaginu hefur ísland í raun og veru misst alla stjórn á ut- anríkisstefnu sinni, það berst eins og stýris- laust far í stórsjóum „heimsviðburðanna", étur ofan í sig í dag það sem það sagði í gær, sviptir sig pólitískum manndómi, treystir sér ekki til þess að lila eins og frjálsbornum rnanni sæmir og lætur öðrum um að dæma, hver sé hagur þess í samskiptum og við- skiptum við umheiminn. Hin margnefnda yfirlýsing frá 28. marz var öll mörkuð þessari fáránlegu „sam- stöðu“ okkar í Atlanzhafsbandalaginu. Því er lýst yfir, að Islendingar skuli sjálfir fram- kvæma öll störf við „varnarmannvirkin“, — ,,þó ekki hernaðarstörf". Mér er spurn: hví ekki hernaðarstörf? Eru það ekki hernaðar- störf að viðhalda hernaðarmannvirkjum? En hvers vegna undanskilja höfundar yfirlýs- ingarinnar hernaðarstörfin? Einfaldlega vegna þess, að þeir kveinka sér við að gerast hermenn, en vilja fyrir hvern mun vera í hernaðarbandalagi. Þeir virðast hafa nokk- urn grun um, hve fjarstæðukennd aðild ís- lands er í Atlanzhafsbandalaginu, en hafa ekki manndóm í sér til að mæla með því, senr sjálfsagt er: úrsögn fslands úr þeim fé- lagsskap! Það má hverjum manni vera Ijóst, að ekki verður losnað við erlendan her úr landi nema að gerðar verði ráðstafanir til þess að segja Island úr Atlanzhafsbandalaginu og taka upp aftur það hlutleysi, er lýst var yfir við vöggu íslenzks sjálfstæðis árið 1918. Höf- undar þeir er stóðu að seinni ytirlýsingu Alþýðuflokksins, 1. des. 1956, játa þetta ó- beinlínis. Þeir staðhæfa, að ekki sé hægt að koma hernum burt, „eins og nú er ástatt“, en íslendingar eigi að stefna að því „að reka varnarstöðvarnar með nauðsynlegri aðstoð". Orðalagið er dálítið torskilið, eða öllu held- ur: Jrað má skilja Jíað og misskilja eftir geð- þótta. Ráðherra AlJrýðuflokksins hafði setið 4 mánuði og einni viku betur í stóli utan- ríkisembættisins þegar yfirlýsingin um flótt- anri frá fyrri afstöðu var samin. Stuttur tími, jafnvel á ævi íslenzkrar ríkisstjörnar, en nógu langur til Jress að Aljrýðuflokkur- 10 MF.I.KORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.