Melkorka - 01.03.1958, Side 8

Melkorka - 01.03.1958, Side 8
„Staðið við yfirlýsingar“ Eftir Sverri Kristjánsson sagnfrœÖing Hinn 29. marz 1956 gat að líta á fremstu síðu „Tímans“ þessi orð, letruð stærstu stöf- um prentsmiðjunnar: „Staðið við yfirlýs- ingar um að ekki sé hér herlið á friðartím- um.“ Þetta var mikil nýlunda í landi þar sem pólitísk loforð og yfirlýsingar hafa oftast verið mörkuð hinu gyllta Kainsmerki skrumauglýsinganna. Skemmst var að minn- ast yfirlýsinganna, sem gefnar voru 1949, er Island var teygt inn í Atlanzhafsbandalagið með fagurgala annars vegar og lítt duldum hótunum hins vegar. Utanríkisráðlierra Bandaríkjanna sór þess dýran eið. og lagði við heiður sinn og höfuð, að aldrei mundi þess verða krafizt af íslendingum, að hjá þeim gisti erlendur her á friðartímum. Hin- ir íslenzku stjórnmálaflokkar, er stóðu að inngöngu íslands í Atlanzhafsbandalagið — Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn — lögðu hönd á Iielga bók og sóru hinn sama eið, og lögðu einnig við höfuð sín og heiður. Réttum tveimur árum síðar steig amerískur Iier á land og hreiðraði um sig á Reykjanesskaga. Ekki var þetta gert með alþingissamþykkt, heldur á leynilegum einkafundi ríkisstjórn- ar og þingmanna fyrrnefndra flokka. Þá hófst nýtt skeið í sögu íslenzks þingræðis og vinnubragða þess. Við þetta sat í fimm ár. í byrjun einmán- aðar 1956 virtist hrollur sækja að tveim okk- ar ágætu lýðræðisflokka, Alþýðuflokknum og Framsóknarmönnum. Það er alkunna, að vöskustu menn kenna glímuskjálfta áður en þeir ganga til leiks, stjórnmálamenn merkja þennan undarlega fiðring í taugum á undan kosningum. Fögur loforð eru talin örugg- asta meðalið við þessum kvilla, enda al- kunna, að timbraðir menn lina þjáningar sínar að afstöðnu svalli með fyrirheitum að bragða ekki vín framar. Það er einnig al- kunna, að loforð gefin í timburmönnum eru lítt merk. En hvernig svo sem litið er á hvatir Al- þýðuflokksins og Framsóknar á mótum góu og einmánaðar 1956, þá komu þessir tveir flokkar sér sarnan um eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Alþingi ályktar að lýsa yfir: Stefna íslands í utanríkismálum verði hér eftir sem hingað til við það miðuð, að höfð sé vinsamleg sambúð við allar þjóðir og að Is- land eigi samstiiðu um öryggismál við ná- grannaþjóðir sínar, m. a. með samstarfi í At- lanzhafsbandlaginu. Með ldiðsjón af breyttum viðhorfum síð- an varnarsamningurinn frá 1951 var gerður og með tilliti til yfirlýsingarinnar um, að eigi skuli vera erlendur her á íslandi á frið- artímum, verði þegar hafin endurskoðun á þeirri skipan, sem þá var tekin upp, með jiað fyrir augum, að íslendingar annist sjálf- ir gæzlu og viðhald varnarmannvirkja — þó ekki hernaðarstörf — og að herinn hverfi úr landi. Fáist ekki samkomulag um þessa breytingu, verði málum fylgt eftir með upp- sögn samkvæmt 7. gr. samningsins.“ Þessi yfirlýsing, er Alþýðuflokkurinn og Framsókn sömdu og orðuðu, var samþykkt með 31 atkv. gegn 18 atkv. Sjálfstæðis- manna. Sósíalistaflokkurinn og Þjóðvarnar- flokkurinn greiddu henni atkvæði, þótt ó- ánægðir væru með form hennar og efni. n o Þjóðin greiddi yfirlýsingunni meirihlutaat- 8 M E I.KORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.