Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 9

Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 9
kvæði sitt í kosningunum 24. júní: 57,1% kjósenda lýsti fylgi sínu við þá flokka, er stutt höfðu yfirlýsinguna um brotthvarf hins erlenda hers. Mánuði síðar var núver- andi ríkisstjórn mynduð, og í málefnasamn- trtgi hennar standa þessi orð: „Ríkisstjórn- rn mun í utanríkismálum fylgja fram álykt- Un Alþingis 28. marz s. 1. „um stefnu íslands 1 utanríkismálum og meðferð varnarsamn- ingsins við Bandaríkin.“ Þetta er í stuttu máli saga yfirlýsingarinn- ;i>' fram að stjórnarskiptum. Það tók aðeins Ijóra mánuði að standa ekki við yfirlýsing- una. Dagana 20,—24. nóv. 1956 fóru fram viðræður í Reykjavík milli ísl. ríkisstjórn- arinnar og nokkurra fulltrúa Bandaríkja- stjórnar um yfirlýsinguna. Hinn 6. des. 1956 skýrði ísl. utanríkisráðuneytið frá því, að ..viðræðurnar leiddn í ljós, að vegna ástands þess er hefur skapazt í alþjóðamálum und- anfarið og áframhaldandi hættu sem steðjar að öryggi íslands og Norður-Atlanzhafs- Þandalagsins sé þörf varnarliðs á íslandi sanikvæmt ákvæðum varnarsamningsins.“ Jafnframt var þess getið í tilkynningu utan- ríkisráðuneytisins íslenzka, að í viðræðun- nni hafi verið „liaft í huga“ hið gamla sjón- armið, að erlendur Iier skuli ekki dvelja á íslandi á friðartímum, sömuleiðis var „haft 1 huga“, að „úrslita ákvæði um livort varn- arlið dvelji í landinu, er hjá ríkisstjórn ís- lands.“ Þetta éVu í stuttu máli efndirnar á yfir- lýsingu Alþingis frá 28. marz 1956. Þegar Alþýðuflokkurinn og Franrsókn uaönnuðu sig upp í að semja yfirlýsingu sína kom það fram í umræðum á Alþingi, að horf ur í alþjóðamálefnum væru þá ólíkt ftiðvænlegri en áður liafði verið, og var yitnað um það efni í Eisenhorver Banda- 1 íkjaforseta. Þess vegna mundi það ekki konra að sök, þótt „varnarliðið" yrði látið úverfa til síns lreinra. En Eisenhower reynd- ^st slæmur spámaður. Sjö mánuðum síðar er veröldin öll á öðrum endanum: Rauði her- nin ber niðnr uppreisnina á Ungverjalandi, Melkorka Það er aðeins einn maður i þessum heimi og nafn hans er allir menn Það er aðeins ein kona i þessum heimi og nafn hennar er allar konur Það er aðeins eitt barn i þessum heimi og nafn þess er öll börn (Carl Sa?iclburg) þverbrestir konra í ljós í Varsjárbandalag- inu, siðlerðileg taflstaða Ráðstjórnarríkj- anna verri en verið hafði unr langa stund. í sama nrund Irafa tvö siðnrenntuðustu og kristnustu ríki Atlanzlrafsbandalagsins ráð- izt inn í Egyptaland nreð öllunr hertólunr nútímatækni, að kjarnorkuvopnunr undan- skildum, brennt Port Said til ösku og drep- ið saklaust fólk í hundraða og þúsundatali. Af þessunr viðburðunr dró Alþýðuflokkur- inn þá ályktun, 1. des. 1956, að ekki sé „rétt eins og nú er ástatt að gerðar séu ráðstafan- ir til brottfarar varnarliðsins frá íslandi." En stelna beri að því, „að íslendingar reki varnarstöðvarnar sjálfir rneð nauðsynlegri aðstoð, þegar þeir telja öryggi landsins og Norður-Atlanzhafsbandalagsins leyfa slíkt.“ Alþýðuflokknrinn lrrósaði sér af því að lrafa verið höfundur að yfirlýsingunni 28. nrarz 1956 og er ástæðularrst að svipta lrann þeinr lreiðri. En hann má einnig hrósa sér af því að lrafa hlaupið frá þessu veika barni sínrr þegar mest lá við, og ástæðulaust líka 9

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.