Melkorka - 01.03.1958, Side 22
STEFNUVOTTAR
Eftir Oddnýju Guðmundsdóttur
Ég vaknaði við undarlegan draum í
morgun. Ég þóttist vera að tefla refskák.
Betur ætti þó við að ganila konu dreymdi
eitthvað um iðrunina og annað líf. Ekki
veit ég nær kallið kemur.
Merkilegast er þó, að mig dreymdi þenn-
an sama draum lyrir sextíu árum, og það á
sjálfa brúðkaupsnóttina. Ég er ekki að gera
að gamni mínu. Þetta er satt. Aðrar brúðir
dreymir um velmegun og barnalán. En mig
dreymdi þetta. Mig dreymdi, að ég væri að
tefla refskák. Ég var nítján ára. Og ég
blygðaðist mín fyrir, að mig skyldi ekki
dreyma fallegri draum en þetta.
Fyrst, þegar ég opnaði augun, áttaði ég
mig ekki á því, hvar ég var stödd. Maður
svaf fyrir framan mig í rúminu, og mér
varð bilt við. Á næsta augnabliki fékk ég
ráð og rænu. Ég var gift kona og hafði lofað
þessum manni öllu fögru í gær frammi fyr-
ir prestinum og gott ef ekki Guði sjálfum.
betta var í skammdegi. Kvöldið áður
höfðu tólgarkertin brugðið hátíðlegum
bjarma á veizluborðið og spariklætt heimil-
isfólkið. Ljósin spegluðust í dökkum
gluggarúðunum, og sálmasöngurinn vakti
góðar og göfugar tilfinningar. Þetta var
heimili mannsins míns. Ég hafði ekki gist
þar áður.
Ákaflega var allt ólíkt því, sem það var
kvöklið áður. Dauf dagsbirta féll inn um
fjögra rúðu glugga. Rúmið okkar hjónanna
var úti við vegg, undir lágri skarsúð . . .
Osköp var baðstofan lág. Fólkið svaf vært í
rúmum sínum, þó að kominn væri fóta-
ferðatími, því að seint hafði verið lagzt til
hvíldar. I.óslitin og fornfáleg sparifötin lágu
á kistum og rúmgöflum. En í Ijósbirtunni
kvcildið áður sýndist mér allir svo vel klædd-
ir.
22
Ég vakti ein og horfði kvíðafull í kring-
um mig. Þilið undir glugganum á móti mér
var allt skakkt og skælt. Tvær fjalir vant-
aði, og strigapoki var hengdur fyrir gættina.
Þar skreið könguló. Ég hafði ekki augun af
henni. Ég veit ekki hvers vegna.
Allt í einu datt mér draumurinn í hug.
Var ég ekki að setjast við taflborð b'fsins?
Hvernig mundi nrér takast að sneiða hjá
hættunum og óláninu, sem lá í leyni fyrir
vonunum mínum, eins og refurinn læðist
kringum lambahjörð. Nú mundi ég það
líka, að Iífinu er oft h'kt við tafl. Draumur-
inn var þá ekkert ómerkilegur, þegar öllu
var á botninn hvolft.
Fólkið svaf. Ég hugsaði og hugsaði. Ég var
nítján ára. Lífsbaráttan og fátæktin biðu
mín í kaldri baðstofu, hjá ókunnu fólki.
Manninn minn þekkti ég að minnsta kosti
svo vel, að ég vissi um suma galla lians. Hér
var um ævilánið að tefla. Ég mátti helzt
engum leik tapa.
Síðan eru sextíu ár. Sigurður minn dó
fyrir átján árum. Hann fékk hægt andlát.
„Gunna mín,“ sagði hann, við mig. „Það
er mikill vandi að lifa. Þú hefur alltaf kunn-
að það betur en ég.“
Þá flaug mér í hug, að ég hefði unnið
taflið. Maðurinn, sem ég hafði verið gift í
nærri fjörutíu ár, hlaut að vera rétti dómar-
inn.
í nótt dreymdi mig drauminn aftur. Það
er líklega bending, að nú sé taflinu bráðurn
lokið . . . Ojá, lífinu er löngum líkt við tal'l.
Þá dettur mér allt í einu í hug, að ein-
hverjum gæti orðið það til góðs, ef ég segði
frá því litla, sem ég hef reynt um ævina. Ég
gæti reynt að segja frá því, hvað stundum
var flókið að tefla refskák við ólánið, og
hvað munaði oft litlu, að ég léki vitlaust.
MELKORKA