Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 19

Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 19
{yiýulðul CjuimundssoH. Laugardaginn 22. febrúar var opnuð sýn- ing í Þjóðminjasafninu á málverkum og teikningum Sigurðar Guðmundssonar mál- ara — mannsins sem iiefur verið kallaður „landsins fyrsti listamaður“. Hann var fæddur 1833 og dó 1874, aðeins 41 árs að aldri. Hér verður ekki farið út i ýtarleg æviatriði þessa fjölhæfa listamanns og merka brautryðjanda. En stofnun forngripasafns- ins 1863 (nú Þjóðminjasafnið) senr hann var aðal hvatamaðurinn að mundi eitt nægja til að lialda nafni hans á lofti. Eitt af þeim málum sem hann barðist fyrir eftir að hann kom heim erlendis frá 1858 var að laga íslenzka faldbúninginn, honum blæddi 1 augum að sjá „livernig búningar kvenna voru óþjóðlegir, ósmekklegir og jafnvel beinlínis afkáralegir". Það var einn liður í hinni merku þjóðernisbaráttu hans að kon- ttr tækju upp gamla faldbúninginn, eins og ómnrur þeirra og langömmur og vildi að bversdagsbúningur þeirra og hátíðaklæðn- aðui' yrði sem þjóðlegastur. Hann kom fram 'tteð nýjar breytingar á faldbúningnum og tóku konur tillögum lians vel. Hátíðarbún- tngurinn átti að vera táknrænn fyrir ísland. Faldurinn með lrvíta trafinu ímynd jökl- anna og þannig varð nýi skautbúningurinn til eins og við þekkjum liann í dag — F.n tímarnir hafa breytzt og smekkurinn með og mun margri konunni þykja gamli fald- melkorka Gamli skautbúningurinn. Mynd eftir Sigurð Guðmundsson. búningurinn þjóðlegri og tilkomumeiri liá- tíðabúningur en nýja skautið. Sigurður lét einnig smíða kvensilfur eftir fyrirmyndum sem hann gerði og tók eftir fornri listasmíð; á því sviði vann hann einnig merkilegt starf og hvernig sem dórnur framtíðarinnar fellur, þá tókst honum á skömmum tíma að umskapa klæðaburð kvenfólksins í landinu. I blaðagrein, sem er skrifuð 1860, segir hann: „Menn mega ekki vera svo illviljaðir, að hugsa sér nokkurn landa vorn svo dof- inn, að hann finni ekki til hins vegiega, þjóðlega, ‘sem er í þessu sambandi milli landsins, þjóðarinnar, og búningsins" Þeim sem ritað liafa um Sigurð Guð- mundsson málara kemur öllum saman um að þessi barátta Iians í sambandi við hátíða- búning íslenzkra kvenna liafi ekki verið neitt hégómamál, “heldur einn þátturinn í þeirri alhliða endurreisn íslenzks þjóðernis sem hann barðist fyrir“. Þ. V. 19

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.