Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 3

Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nanna Ólafsóóttir, ReykjahliÖ 12, Reykjavik, sinii 13156 . Þóra Vigfúsdóttir, Þingholtsstrœti 27, Rvik. sitni 15199 Útgefandi: Mál og menning VORPERLA Eftir SIGRÍÐI EINARS FRÁ MUNAÐARNESI Lýsir af brúnum blárra fjalla, kviknar nýr dagur úr djúpi nætur. Fölur dagur eins og feiminn drengur fetar geislafótum yfir frerans slóð. Kominn miður morgunn eftir myrka nótt, dimmviðrisnótt dapra og kalda, kólgu-nótt í klakafjötrum. Flæðir bleik birta um bláloft heið. Léttir ljósgeislar læðast um gljúfur og dimma dali, er að dagmálum líður. Seytlar silfurlind, suðar í dýi. Enn er Einmánuður og ylgeislar fáir. En nýr dagur vekur nýja von. Logar ársól yfir austurbrún. Langar lautarblóm, leyst undan snjó, að vakna og verða vorperla fríð. melkorka 3

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.