Melkorka - 01.03.1958, Qupperneq 3

Melkorka - 01.03.1958, Qupperneq 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nanna Ólafsóóttir, ReykjahliÖ 12, Reykjavik, sinii 13156 . Þóra Vigfúsdóttir, Þingholtsstrœti 27, Rvik. sitni 15199 Útgefandi: Mál og menning VORPERLA Eftir SIGRÍÐI EINARS FRÁ MUNAÐARNESI Lýsir af brúnum blárra fjalla, kviknar nýr dagur úr djúpi nætur. Fölur dagur eins og feiminn drengur fetar geislafótum yfir frerans slóð. Kominn miður morgunn eftir myrka nótt, dimmviðrisnótt dapra og kalda, kólgu-nótt í klakafjötrum. Flæðir bleik birta um bláloft heið. Léttir ljósgeislar læðast um gljúfur og dimma dali, er að dagmálum líður. Seytlar silfurlind, suðar í dýi. Enn er Einmánuður og ylgeislar fáir. En nýr dagur vekur nýja von. Logar ársól yfir austurbrún. Langar lautarblóm, leyst undan snjó, að vakna og verða vorperla fríð. melkorka 3

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.