Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 5
A myitdinni eru pnu Auður og Halldór Laxness, ásamt túlki þeirra og kinverskum rithöfundi, og eitl af hinum háu reykelsisherum að haki þeirra. þúsund manns búi á bátum í Kanton. Nú er lagt sig fram um að rétta hlut þessa fólks. Þeir eru bundnir félagssamtökum með deildarstjórum fyrir hvern tuttugu til þrjá- tíu fjölskyldna hóp. Börn þeirra i’á almenna fræðslu einsog börn í landi, þeir hafa spí- talaskip, skólaskip og „menningarskip“ á ánni. Skólapramminn sem við heimsóttum er einhver fátæklegasti skóli sem ég hef séð, en skólastýran var menntuð kona, og með eindæmum hlýleg í viðmóti og geðþekk. Við siglum um ána frameftir degi og heim- sækjum bátana og skipin. Bátarnir eru mis- jafnir að smekk og hreinlæti einsog aðrir mannabústaðir, sumir óhreinir og fátækleg- ir, aðrir skrautmálaðir meðgljáandi gólfi og vel hirtum búshlutum. Húsnæðið þætti okk- ur ekki mikið. Gólfflötur lítið stærri en í lrarnagrind er öll íbúð fjölskyldunnar. í flestum bátum eru smábörn í tjóðri. sum- staðar sátu konur á hækjum sér við að strykja lín á gólfinu, eða sauma á saumavél; stálpaðir krakkar liggja á maganum yfir lær- dómsbókum sínum, og stundum lieimilis- faðirinn sjálfur, því fullorðið fólk er sem óðast að læra að lesa líka. Við flesta báta hangir karfa með nokkrum lifandi hænsn- um. Á bökkum Perlufljótsins er fyrrveiandi lúxushverfi eða réttara sagt útlendinga- hverfi Kantonborgar. Bátsmennirnir og út- lendir miljónamæringar bjuggu hér áður lilið við ldið. Á hliðinu að þessu hverfi stóð áður: Kínverjum bannaður aðgangur. Venjulegur kínverji var látinn sæta refsingu ef hann álpaðist þar inn. Þessi hús eru not- uð fyrir barnaheimili, skóla og aðrar menn- ingarstofnanir. Öll eru þau heldur niður- nídd sem stendur. Kanton-deild Menningartengsla við út- lönd hélt okkur veizlu áður en við fórum frá Kanton. Einn ræðumanna lýsti nauðsyn þess að skáldin þekki kjör alþýðunnar og skýri þau í verkum sínum einsog gert sé í bókinni ,,Á íslandsmiðum", sem hann held- ur að sé skrifuð af reyndu íslenzku sjó- mannaskáldi. Halldór segir að bókin sé að vísu frönsk, en jafngóð fyrir því, og hafi höfundurinn skrifað beztu bók sína, Ma- dame Chrysanthéme, um Japan. Þeir brosa báðir ræðumaður og Halldór, skála hvor fyrir öðrum og segja að ísland og Kína séu vinajrjóðir samt, og muni Jrekking og vin- átta þessara þjóða hver á annarri fara vax- andi með hverjum degi héðan í frá. Við vorum tvo daga og þrjár nætur í lest- inni á leið til Peking. Hvergi sést mannautt landslag; alstaðar er fólk að vinna, hver skiki er ræktaður, a. m. k. á láglendi. Maður nærri vorkennir kínversku bændunum Jieg- ar farið verður að umturna jjessum lista- verkum sem ræktunarlöndin Jreirra eru og leggja vegakerfi um landið. Við sjáum vinnuhópa að hlaða stíflugarða, setja brýr og gera jarðabætur, en Jreir hafa sáralítið af M ELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.