Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 11

Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 11
inn hafði numið hið tvíræða tungumál sem talað er í sölum utanríkisþjónustunnar. Það sem á hinni diplómatísku íslenzku Alþýðu- flokksins lieitir „að reka varnarstöðvar‘|‘, Iilýtur að þýða á íslenzku okkar hinna: að fást við hernaðarstörf og hervarnir. Þetta verk eiga íslendingar að rækja „með nauð- synlegri aðstoð“. Getur þessi nauðsynlega aðstoð verið nokkuð annað en amerískir, þjálfaðir hermenn? Hin rnikla yfirlýsing frá 28. marz 1956 um brottför liins erlenda hers er þá orðin að yfirlýsingu um kyrrsetu þessa liers í landinu, að viðbættri þátttöku íslend- mga í „rekstrinum“. Sic transit! Það sem hér hefur verið tekið fram er ekki sagt til þess að leggja Alþýðuflokkinn 1 einelti eða skattyrðast við hann, heldur til þess að sýna frarn á, að brottflutningur hers- ins af íslandi eru draumórar einir, ef ekki verður um leið reynt að flytja ísland búferl- um úr Atlanzhafsbandalaginu. Þetta er lieldur ekki sagt til þess að letja menn til baráttu fyrir brottflutningi liersins á grund- velli hinnar gömlu yfirlýsingar Alþingis 28. ntarz 1956. Það er aðeins á það bent, að bar- áttan fyrir brottflutningi setuliðsins verður ekki raunhæf fyrr en úrsögn íslands úr At- lanzhafsbandalaginu verður sett á dagskrá. Að öðrum kosti er verið að l)jóða þjóðinni einskærar blekkingar. Hersetumálið er alvarlegasta og afdrifa- tíkasta vandamál, sem íslenzku þjóðinni kefur borið að höndum um áratugi. En það hefur verið gert að aðhlátursefni. Það lítur ekki út fyrir, að hér sé ung þjóð að reyna að leysa höfuðviðfangsefni fullveldis síns, held- ur er því líkast sem einliver háðfuglinn hafi gert sér það til gamans að breyta djúpum karmleik Jrjóðar í spott og skrípaleik. Eisen- hower Bandaríkjaforseti segir okkur, að h'iður ríki nú á jörð og mikil sæld með uiönnum og mammoni. Þá lilaupa fram tveir íslenzkir stjórnmálaflokkar með kosn- uigakvíðann í liaklinu og samþykkja yfir- lýsingu urn brottför erlends hers af íslandi. Nokk rum mánuðum síðar lenda tvö af bandalagsríkjum íslands, England og Frakk- land, í stríði fyrir botni Miðjarðarhafs, flækt í sínu eigin neti og reyna nú að höggva þann hnút, sem þau fá ekki leyst. Og Eisenhower segir að ófriðlega líti út í heiminum, kennir hinum alþjóðlega komm- únisma um glæpi og glappaskot banda- nranna sinna, og er mjög svartsýnn á friðar- horfurnar. Og enn hlaupa fram tveir ís- lenzkir stjórnmálaflokkar — og lrlaupa frá kosningaloforðum sínum. Og þeir geta án efa lialdið áfram lengi enn að hlaupa frá þeirn — lrinir friðsælu vinir vorir, sem strendur eiga við Atlanzhaf, munu án efa sjá um það. En það er konrinn tími til að þessir póli- tísku hlaupagikkir okkar fari xrú að lina á sprettiirum, gefi sér tóm til að kasta mæð- inni og hugsa ráð sitt. Þessir memr vitira sýkirt og heilagt um „lrið alvarlega ástaird í alþjóðamálum" og xrota öll áflog í heimin- um, stór og smá, að yfirvarpi, til að halda íslairdi liersetnu, þessir menn ættu að íhuga ofurlítið íránar þær grundvallarbi'eytiirgar, sem orðið hafa í lreiminum síðustu mánuði. Þeir ættu að hugleiða þá staðreyird, að með eldflaugatækni nútímans er hægt að eyða, ekki aðeiirt hvert mamrslíf á íslandi, heldur allt lífræirt efni, úr 8000 km. fjarlægð. Sá sem heldur því fram að hægt sé að „verja“ ísland í stórstyrjöld, ætti ekki að eiga lög- heimili amrars staðar en á fávitalræli. íslaird á sér aðeiirs eina vörn, og hún heitir lilut- leysi. Hlutlaust ísland getur átt kost á að lifa af stórstyrjöld. ísland í lrernaðarbandalagi á sér enga lífsvon. Þetta eru staðreyndir, sem ekki verður um þokað. Því er það, að hlutleysisstefnair er tekiir að ryðja sér til rúms á meginlandi Evrópu, og nreinr mega vera Jress fullvísir, að lrlutleysislrreyfingiir er ekki dægurfluga, heldur munu æ fleiri þjóðir skipa sér uirdir merki henirar og bera haxra fram til sigurs, Jrví að liúir er Jreirra eina von. ísland lét verða það sitt fyrsta verk að lýsa yfir ævarairdi lrlutleysi, er Jrað var viðurkennt sjálfstætt ríki. Þá var þörf, M l'.I.KORKA n

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.