Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 13

Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 13
lítil efni að láta börn sín ganga mennta- veginn og eru sjö þeirra uppkomin og hin niannvænlegustu. Eina dóttur misstu þau unga. Þótt lieimilið væri stórt og gestrisni mikil var Soffía mjög samhent manni sín- Um í allri félagsstarfsemi og stóð við hlið hans, einurð og djörf, ef í odda skarst. Sjálf hafði hún líka á hendi starf í mörgum fé- lögum, í verkakvennafélaginu „Einingin", Slysavarnafélaginu, A.S.V. og fleirum, og verður það starf seint fullmetið, en þar eru aðrir kunnugri og liæfari til frásagnar en ég. A sjötugsafmælinu getur því Soffía litið til haka yfir langan og margþættan vinnu- dag, en þó hún hafi venjulegast verið störf- um hlaðin um ævina hefur hún átt mörg l'ugðarefni sem hún vonandi getur sinnt betur en áður þegar fer að kyrrast um á ævideginum. Hún er mjög frændrækin og ættfróð og hefur mikinn áhuga á ættvísi og veit mikið í þeinr efnum, hún er einnig víðlesin og hefur yndi af skáldskap og ljóð- um, en þeir sem gist liafa heimili þeirra hjóna inni í „fjörunni“ á Akureyri, þar sem sumarmorgnarnir speglast fegurst við Eyjafjörð, muna einnig fallega blómagarð- inn við húsið í Aðalstræti 17 þar sem Soffía var húsmóðir í þrjá og hálfan áratug sam- fleytt, þar talar allt máli konunnar sem hef- ur unnað trjárækt og hverskonar gróðri í orðsins dýpri merkingu enda btiin þeim mannkostum sem íslenzka þjóðin kann að meta að verðleikum. Ég vil ljúka þessum línum með því sjálf að senda Soffíu rnínar beztu árnaðaróskir og þakka henni gestrisni og ógleymanlegar á- nægjustundir á heimili þeirra hjóna. Þóra Vigfúsdóttir. Viðtal við Þórunni Þórðardóttur fyrstu islenzku konuna sem vinnur sjúlfstectt visindastarf við Atvinnudeild Háskólans i sambandi við rannsóknir á sjávargróðri. Ungu íslenzku menntakonurnar vinna nú á ólíkustu sviðum við hlið karlmannsins í þjóðfélaginu og þótt enn sé ef til vill langt ' land að þær eigi að jöfnu sæti við hlið "íannsins í opinherum stöðum eins og for- vígiskonum kvenréttindabaráttunnar ætíð dreymdi um, meðan konum er ekki tryggt að fullu fjárhagslegt og atvinnulegt jafn- rétti. En tímarnir haf’a breytzt. Það eru ekki meir en röskir fjórir áratugir síðan ís- lenzkar konur þóttu ekki hæfar að setjast á skólabekk í æðri menntastofnunum lands- 'ns. Nú er ekki lengur spurt hvort konur séu hœfar til að leysa opinber ábyrgðarmikil störf af hendi heldur hvar hæfileikar þeirra njóti sín bezt. Það var eitthvað út af slíkum hug renningum að ég bað frú Þórunni um stutt viðtal fyrir Melkorku. MEI.KORKA Þú ert fyrsta konan hér d landi, sem vinn- ur að vísmdalegum rannsóknum varðandi sjávarútveginn? Já, ég er sú fyrsta og áreiðanlega ekki sú síðasta, segir Þórunn og brosir við. Ég starfa á fiskideild Háskólans og fæst við rannsókn- ir á sjávargróðri (plöntusvifi). Við sem vinn- um á deildinni skiptum með okkur verk- um og þetta er sem sagt það starf sem ég annast. Þú hcfur verið ein af þessum sjaldgcefu visindalega þenkjandi konum eins og sagt er, fyrst þú fórst líl í svona ndm? Hvað sem því líður, þá fór ég til Svíþjóð- ar að afloknu stúdentsprófi og ætlaði að lesa almenna náttúrufræði. En kunningi minn einn sem vann við fiskideildina hér heima hvatti mig til að fara út. í þetta nám, 13

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.