Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 14

Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 14
rannsóknir og atliuganir á sjávargróðrinum væri mjög aðkallandi og nauðsynlegt fyrir okkur og þar vantaði menn. Þetta var til- efni þess að ég fór til Osló nokkru seinna til að leggja stund á þessi fræði en Norð- menn standa mjög framarlega í liafrann- sóknum fyrir stúdenta í þessum námsgrein- um. Lásu margar norskar stúlkur það sama og þú? Meðan ég var úti luku þrjár stúlkur prófi. Aðeins ein þeirra starfar við rannsóknir, hinar tvær eru kennarar við menntaskóla. Er þetta eltki langt nám og clýrt? Það tekur 6—7 ár þegar bezt gengur og fjárhagshliðin tilfinnanleg þegar lítil efni eru annars vegar. Maður vinnur náttúrlega dálítið í sumarfríum en það segir ekki mik- ið, ég komst ekki heldur hjá því að taka meiri og minni þátt í námskeiðum að sumr- inu til. En maður bjargast með námsstyrkj- um og lánum, lærir að spara og velta hverj- um eyri. En hvað mér viðvíkur þá naut ég ómetanlegs stuðnings frá fjölskyldu minni og var svo heppin að vera ein af þeim ótal mörgu námsstúlkum sem fengið hafa styrk úr Menningar-og minningarsjóði kvenna og var slíkt ómetanlegur stuðningur á þeim ár- um. Ertu ánœgð rneð starfsskilyrðin heima og er svona starf vel launað? Starfsskilyrðin eru hin prýðilegustu. Maður vinnur upp á eigin ábyrgð og er al- gerlega frjáls og hvað laununum viðvíkur þá erum við sérfræðingarnir við fiskideild- ina í sjötta launaflokki. Ég frétti að þú hefðir farið á einhverja alþjóðaráðstefnu í sambandi við starf þitt? Já, það er rétt. Fiskideildin er í alþjóða- hafrannsóknaráðinu er lieldur fundi árlega í Kaupmannahöfn annað árið og annars- staðar hitt árið. Við sem vinnum við rann- sóknir í Fiskideildinni skiptumst á að sækja þessi þing. Það kom í minn hlut í liaust að sækja ráðstefnuna og var ákaflega fróðlegt fyrir mig, því áður en aðalráðstefnan hófst Þórunn ÞórÖardóttir var tveggja daga umræðufundur, eingöngu helgaður þeim rannsóknum senr ég fæst við. Þú ert gift og átt eina dóttur. Hvernig samrœmist starf þitt liúsmóðurskyldunum og barnauppeldi? Já, ég er gift norskum manni, Odd Didrik- sen cand.mag. Hann vinnur hér við kennslu og er einnig að skrifa ritgerð um Jringræði á íslandi, svo ég væri illa stödd ef ég gæti ekki komið Katrínu litlu dóttur okkar, sem er þriggja ára, í Laufásborg á daginn. Skil- yrði þess að konur geti sinnt störfum í Jrágu þjóðfélagsins er að dagheimili, leikskólar og vöggustofur séu fyrir hendi og taki að sér umönnun barnanna meðan konan er fjarri heimilinu á daginn. í nágrannalöndum okk- ar Jrar sem konur fara meir og meir út í athafnalífið eru Jressar kröfur svo háværar að í sambandi við hverja stórbyggingu er séð fyrir barnagæzlu og vöggustofum fvrir Jrær konur sem vilja vinna úti eða neyðast til Jress vegna afkomunnar ... en Jrú varst að spyrja um, hvernig starf mitt samræmd- ist því að vera móðir og húsmóðir. Þá er því H MEI.KORK \

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.